Meirihluti flóttafólks eru konur og börn

Um 60% þeirra flóttamanna sem fara um landamæri Grikklands og Gevgelijia í Makedóníu eru konur og börn. Þetta er í fyrsta skipti síðan flóttamannastraumurinn til Evrópu jókst gríðarlega í fyrra sem þessir hópar eru fjölmennari en karlar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF). 

36% flóttafólks sem kemur til Evrópu í dag eru börn.
36% flóttafólks sem kemur til Evrópu í dag eru börn. AFP

Börn eru 36% þeirra sem leggja í lífhættulegt ferðalag yfir Eyjahaf frá Tyrklandi til Grikklands. UNICEF telur að tala barna sé enn hærri því mörg þeirra gefa ekki upp aldur sinn fyrr en þau eru komin á áfangastað þar sem þau sækja um hæli.

AFP

Marie Pierre Poirier, sérfræðingur UNICEF í málefnum flóttafólks í Evrópu, segir að þetta þýði að auka verð og bæta velferðarkerfið og heilsugæslu á allri flóttaleiðinni svo börn og konur verði ekki fórnarlömb misnotkunar eða hverfi.

AFP

Frá því í júní 2015, en þá voru karlar 73% þeirra sem flúðu til Evrópu, hefur fjöldi kvenna og barna aukist jafnt og þétt. Á þessum tíma voru um 10% flóttamanna börn en nú eru þau um þriðjungur þeirra sem eru á flótta við lífshættuleg skilyrði.

AFP

Samkvæmt upplýsingum frá UNICEf liggja ekki fyrir öruggar tölur um fjölda þeirra barna sem eru ein á flótta. Það er án foreldra eða forsjármanna. Vitað er að 35.400 börn hafa sótt um hæli í Svíþjóð (ein á flótta) og flest þeirra koma frá Afganistan og eru ung að árum. Yfir 60 þúsund börn hafa sótt um hæli í Þýskalandi og koma þau flest frá Sýrlandi,  Afganistan og Írak. 

AFP

„Það er mikið áhyggjuefni að börn flóttamanna og innflytjenda, sérstaklega þau sem eru án fylgdar foreldra eða týnd, njóti ekki þeirrar verndar sem þau þurfa og eiga því á hættu misnotkun og misneytingu.

AFP

UNICEF varar við því að eftir því sem landamæri eru lokaðri, því frjórri verður jarðvegurinn fyrir smyglara og þá sem standa fyrir mansali að misnota sér varnarleysi barna á flótta. Það verður að tryggja öruggt umhverfi þar sem fylgdarlausum börnum er komið fyrir í tímabundið fóstur eða áþekkum úrræðum á meðan unnið er úr beiðnum þeirra um hæli,“ segir á vef UNICEF.

AFP
Það komast ekki öll börn í örugga höfn en nánast ...
Það komast ekki öll börn í örugga höfn en nánast daglega drukka börn á flóttanum frá Tyrklandi. AFP
Þetta barn drukknaði við strönd Tyrklands á laugardaginn.
Þetta barn drukknaði við strönd Tyrklands á laugardaginn. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Leikjavefurinn Snilld - www.snilld.is
www.snilld.is - Frábært úrval af leikjum á leikjavefnum Snilld. Skelltu þér in...
Ford Transit árg 2007 9 manna
Ford Transit, 8 farþega. árgerð 2007 ek. 337.000 km. Hentar einnig sem leigubíl...
Til sölu Mitsubishi Outlander 2007
1 eigandi frá upphafi, ekinn aðeins 75.000 km. 5 gíra, bensín, 4WD, ný dekk, nýj...
 
Skattadagurinn
Fundir - mannfagnaðir
SKATTADAGUR FLE Ráðstefna um skattam...
Byggðakvóti
Tilkynningar
Auglýsing vegna úthlutunar byggða...
Styrkir 2018
Styrkir
Styrkir til verkefna í þágu barna á...
Aukatekjur vikulega
Önnur störf
Aukatekjur Morgunblaðið vantar fólk ...