Ætluðu að ráðast á hælisleitendur

AFP

Lögreglan í Stokkhólmi handtók fjórtán manns um átta leytið í gærkvöldi en hópurinn ætlaði að gera árás á hælisleitendur í Nynäshamn. Lögregla fékk nokkrar ábendingar um ætlun hópsins og gat því brugðist við áður en til ofbeldis kom.

Vakthafandi varðstjóri í lögreglunni,  Ewa Nilsson, segir í samtali við sænska ríkisútvarpið að mennirnir hafi verið handteknir í nágrenni við heimili hælisleitenda og þeir hafi verið vopnaðir járnstöngum ofl. vopnum. Allir eru þeir með pólskt ríkisfang en stór hluti hópsins er búsettur í Svíþjóð og starfar þar.

Ewa Nilsson segir að lögreglan vakti nú heimili hælisleitenda og að lögreglan verði sýnileg í nágrenninu en fjölgað hafi verið á vaktinni í nótt.

Frétt SVT

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert