Fékk minnið eftir 30 ár

Edgar Latulip
Edgar Latulip

Kanadískur maður sem hvarf fyrir þrjátíu árum er á heimleið til fjölskyldu sinnar eftir að hafa fengið minnið á nýjan leik. BBC greinir frá þessu og vísar til kanadískra fjölmiðla. 

Edgar Latulip var 21 árs þegar hann hvarf að heiman en hann bjó á heimili fyrir fatlaða í Ontario  héraði. Þegar flestir Kanadabúar mættu aftur til vinnu og skóla eftir langa helgi í kringum verkalýðsdaginn árið 1986 lét Latulip sig hverfa af heimilinu sem hann bjó á. Latulip er seinþroska og var vitsmunaþroski hans á við barn á þessum tíma. Hann hafði reynt sjálfsvíg og var hann talinn af. 

Talið er að hann hafi fengið höfuðhögg og misst minnið. Hann bjó í Niagara héraði, í aðeins 90 mínútna fjarlægð frá heimili sínu, undir öðru nafni næstu 30 árin. En fyrir stuttu fór minnið smátt og smátt að koma til baka og spurði starfsmann félagsþjónustunnar að því hvort einhvers sem héti Latulip væri saknað. Í ljós kom að svo var og leiddi lífsýnarannsókn í ljós hver hann væri raunverulega.

Lögreglustjórinn í Niagara héraði, Philip Gavin, segir í viðtali að hann hafi aldrei á átján ára ferli sínum innan lögreglunnar upplifað annað eins. Móðir Latulip er að vonum ánægð en hún býr í Ottawa.

Samkvæmt frétt BBC er Latulip með þroska á við tólf ára gamalt barn og segir móðir hans að samband þeirra hafi verið erfitt. En hún geti ekki beðið eftir því að hitta frumburð sinna á ný eftir þrjátíu ára aðskilnað.

Frétt BBC

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert