Obama: Trump verður ekki forseti

Barack Obama, Bandaríkjaforseti, segist viss um að Donald Trump verði …
Barack Obama, Bandaríkjaforseti, segist viss um að Donald Trump verði ekki næsti forsti landsins. AFP

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, segir það staðfasta trú sína að Donald Trump, frambjóðandi í forvali Repúblikanaflokksins, verði ekki kosinn forseti landsins og að starfið væri ekki eins og að stjórna raunveruleikaþætti. Þetta kom fram í ræðu forsetans á þingi ASEAN-ríkjanna, en það er samband ríkja í suð-austur Asíu.

Obama gagnrýndi áform Trump um að banna múslimum að koma til Bandaríkjanna og sagði að andstæðingar hans í forvalinu hefðu gefið frá sér svipaðar yfirlýsingar og Trump. 

„Ég held áfram að trúa því að Trump verði ekki froseti. Ástæða þess er að ég hef fulla trú á amerísku fólki og ég tel að þau muni skynja að starf forseta er alvarlegt starf,“ sagði Obama.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert