„Blómleg“ viðskipti með evrópsk börn

Gríðarleg fátækt hefur neytt fjölmarga foreldra úr hópi Rómafólks í Búlgaríu til þess að selja börn sín og á undanförnum fimmtán árum er mansal með börn orðin arðbær atvinnugrein hjá glæpamönnum. Flestir nýburar eru seldir til nágrannalandsins Grikklands þar sem eftirlit með ættleiðingum er slakt.

„Iliyana var þunguð þegar hún fór til Grikklands. Hún kom til baka fyrir viku án bumbu og barns og hún segir að barnið hafi látist við fæðingu í Grikklandi,“ hvíslar kona að fréttamanni AFP í búlgarska þorpinu Ekzarh Antimovo. „Þetta er þriðja barnið sem hún selur,“ bætir konan við.

Frá Ekzarh Antimovo
Frá Ekzarh Antimovo AFP

Viðskipti með börn blómstra

Þorpið er ekki langt frá borginni Burgas í samnefndu héraði þar sem viðskipti með börn Rómafólks hófust í gettóum (fátækrahverfum) Róma í upphafi aldarinnar. Viðskiptin hafa nú breiðst út til annarra héraða, svo sem borga í austurhluta Búlgaríu, Varna, Aytos og Karnobat, Sliven í suðausturhluta landsins og Kazanlak í Mið-Búlgaríu. 

Konur fá vel greitt á búlgarskan mælikvarða fyrir börn sem ...
Konur fá vel greitt á búlgarskan mælikvarða fyrir börn sem þau selja AFP

Árið 2015 rannsökuðu saksóknarar í Burgas 27 mál þar sem 31 þungaðri konu var smyglað til Grikklands. Alls voru 33 börn seld í þessum viðskiptum.

Kona sem býr í sama þorpi og Iliyana hefur verið sótt til saka fyrir að selja son sinn við fæðingu til Grikklands. „Ég er ekki sú sem þið eruð að leitað að,“ segir unga konan þegar fréttamaður AFP bankar upp á hjá henni.

97% íbúanna ólæsir og óskrifandi

Það eru nýir gluggar á húsi hennar og húsið lítur mun betur út en önnur hús, eða hreysi, í nágrenninu. Í mörgum hreysanna neyðast stórar fjölskyldur til þess að kúldrast í einni hrúgu á gólfinu þar sem engin rúm eru til.

„97% íbúanna eru ólæsir og óskrifandi,“ segir borgarstjóri Rómaþorpsins Ekzarh Antimovo, Sashko Ivanov.

Fátæktin er skelfileg sem íbúar þorpanna búa við.
Fátæktin er skelfileg sem íbúar þorpanna búa við. AFP

Hann segir að sala á börnum sé staðreynd og viðgangist víða. „Börn eru og verða seld vegna mikillar fátæktar og eymdar.“

Ivan Kirkov, saksóknari í Burgas, segir að mjög erfitt sé að færa sönnur á sölu á börnum. „Mæðurnar, sem við álítum fórnarlömb, vilja ekki vinna með okkur og vitna gegn smyglurunum. Oft er það þannig að það eru þær sem leita til þeirra með að selja börn sín,“ segir Kirkov.

Fá níföld mánaðarlaun fyrir hvert barn

Konurnar fá greiddar á milli 3500 til 7 þúsund leva, sem svarar til 243 þúsund til 500 þúsund króna, fyrir barn sem er aðeins brot af því sem smyglararnir fá en gríðarleg fjárhæð í samanburði við meðallaun í Búlgaríu, 400 evrur, sem svarar til 57 þúsund króna. 

Lagaumhverfið í Grikklandi ýtir undir vandamálið því til þess að ættleiðing sé lögleg þarf aðeins að leggja fram vitnisburð móður um að hún sé reiðubúin til þess að gefa ákveðinni fjölskyldu barn sitt. Það að þiggja fé fyrir er hins vegar ólöglegt. 
Að sögn Kirkov lýkur flestum málunum sem enda fyrir dómi með skilorðsbundinni refsingu smyglaranna. 

Ég er ekki til sölu stendur á armböndum margra ungmenna ...
Ég er ekki til sölu stendur á armböndum margra ungmenna í dag. AFP

Samkvæmt búlgörskum lögum er aðeins hægt að höfða sakamál gagnvart móður ef hún stendur ein að sölunni en slíkt er afar sjaldgæft segir Kirkov því yfirleitt eru glæpamenn þátttakendur í mansalinu.

Alls hafa sextán verið dæmdir fyrir sölu á börnum í Burgas héraði á síðustu fimm árum. Ekki er langt síðan viðtal var birt í sjónvarpi við Rómamann frá Burgas sem tók þátt í starfsemi mansalshrings í héraðinu. Viðtalið varpaði nýju ljósi á málið segir í frétt AFP.

„Það eru þrír eða fjórir smyglarar sem eiga gríska markaðinn og selja þeir fimm til sex börn á mánuði,“ sagði Plamen Dimitrov í viðtali við Nova sjónvarpsstöðina. 

Eiginkona eins félaga í mansalshringnum, Elena frá Kazanlak, á metið því hún hefur fætt og selt átta börn, „hún er raunveruleg verksmiðja,“ bætir hann við.

Senda konur til Krítar

Þegar ekið er aðeins frá fátækrahverfinu sem Rómafólkið býr í Kameno, skammt frá Burgas borg, blasa við stórhýsi sem lýsa velmegun. Húsin eru í eigu smyglaranna sem sjá um að senda konur til Krítar, að sögn lögreglumanns í bænum. „En þeir hagnast á fleiri ólöglegum viðskiptum, svo sem smygli á flóttafólki,“ segir hann í viðtali við AFP fréttastofuna. 

Opinberar tölur staðfesta að mansal er arðbærasta atvinnugreinin í Búlgaría og helsta uppspretta mansals í ríkjum Evrópusambandsins. En stjórnkerfið er spillt í Búlgaríu og lítið gert til þess að koma í veg fyrir blómstrandi glæpastarfsemi í landinu.

97% íbúanna er án allrar menntunar, eru ólæsir og óskrifandi.
97% íbúanna er án allrar menntunar, eru ólæsir og óskrifandi. AFP

Ég er ekki til sölu

Forstöðukona leikskólans í Kameno, Maria Ivanova, hefur fengið sig fullsadda af slöku réttarkerfi landsins og gripið til eigin ráða, að stofna grasrótarsamtök gegn sölu á börnum. Ivanova heldur fræðslufundi fyrir börn sem eru í leikskólum og skólum í nágrenninu þar sem hún gerir þeim grein fyrir því að það er ekkert eðlilegt við að systkini þeirra séu seld. 

Hún segist hafa reynt að ræða þetta við mæðurnar en mætti mikilli andstöðu og því hafi hún ákveðið að einbeita sér að Róma-ungmennum. Þau bera nú mörg armbönd og merki sem eru með einföld skilaboð: Ég er ekki til sölu.

Þessi drengur var ekki seldur og býr við bág kjör ...
Þessi drengur var ekki seldur og býr við bág kjör með fjölskyldu sinni í Búlgaríu. AFP
mbl.is
Frestun aðalfundar
Fundir - mannfagnaðir
Frestun aðalfundar ?? ??? ?????????...
Framhalds uppboð
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungar...
Skipulagsmál
Tilkynningar
Rangárþing ytra Auglýsing um skipulags...
Aðalfundur ístex
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur ÍSTEX hf verð...