Gíslataka í miðborg Lundúna

Frá vettvangi.
Frá vettvangi. Af Twitter

Gíslataka stendur nú yfir á ítölskum veitingastað nálægt Leicester Square í miðborg Lundúna. Lögregla var kölluð til á veitingastað keðjunnar Bella Italia um klukkan 20:50 að staðartíma en þar hélt maður konu í gíslingu með hnífi.

Frétt Sky News. 

Myndir á samfélagsmiðlum sýna fjölmarga lögreglumenn og lögreglubíla á staðnum, þar af nokkra lögreglumenn í óeirðarbúning. Hluti af Leicester Square hefur verið lokaður af.

Samkvæmt frétt Sky News er talið að fjórir séu staddir inni á veitingastaðnum og hópurinn þekkist að sögn heimildarmanna.

Lögreglumenn hafa umkringt bygginguna og reynt að ræða við manninn en málið er ekki talið tengjast hryðjuverkum.

Í  yfirlýsingu lögreglu kom fram að aðgerðir lögreglu stæðu yfir en staðurinn stendur við Irving Street. „Maður sem hefur gefið til kynna að hann sé vopnaður hnífi, er með konu í haldi gegn hennar vilja inni á staðnum,“ sagði í yfirlýsingunni. Þar kemur jafnframt fram að lögreglumenn séu að reyna að ræða við gíslatökumanninn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert