Gíslatökumaðurinn handtekinn

Frá vettvangi.
Frá vettvangi. Af Twitter

Maður var á tólfta tímanum í kvöld handtekinn á ítölskum veitingastað í miðborg Lundúna en hann er grunaður um að hafa haldið fólki í gíslingu. Enginn særðist í gíslatökunni en fjórum var haldið inni á staðnum. 

Frétt Sky News. 

Gíslatakan stóð yfir í um tvær klukkustundir en er nú lokið. Mátti sjá lögreglu leiða manninn út af veitingastaðnum og inn í lögreglubifreið. Að sögn lögreglu fannst hnífur í vasa mannsins. 

Um var að ræða veitingastað keðjunnar Bella Italia. Mynd­ir á sam­fé­lags­miðlum sýndu fjöl­marga lög­reglu­menn og lög­reglu­bíla á staðnum, þar af nokkra lög­reglu­menn í óeirðarbún­ing. Hluti af Leicester Square var lokaður af.

Málið var frá upphafi ekki talið tengjast hryðjuverkastarfsemi. 

Í  yf­ir­lýs­ingu lög­reglu síðan fyrr í kvöld kom fram að maðurinn hafi verið vopnaður hnífi og með konu í haldi gegn hennar vilja á staðnum.

Fyrri frétt mbl.is: Gíslataka í miðborg Lundúna

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert