Biskup varar við skátastúlkum

Skátastúlka ber bandaríska fánann. Myndin er úr safni og tengist …
Skátastúlka ber bandaríska fánann. Myndin er úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti. AFP

Kaþólskir íbúar í St. Louis í Bandaríkjunum ættu að hugsa sig tvisvar um áður en þeir kaupa kexkökur í fjáröflun skátahreyfingar stúlkna, að mati erkibiskups kirkjunnar þar. Ástæðan er stuðningur hreyfingarinnar við réttindi transfólks og samkynhneigðra auk annarra gilda sem stangast á við kaþólska trú.

Robert J. Carlson, erkibiskup kaþólsku kirkjunnar í St. Louis, hefur svo miklar áhyggjur af áhrifum skátastúlknanna að hann sá ástæðu til að rita sérstakt bréf til presta, fylgjenda kirkjunnar og leiðtoga skátahreyfingarinnar. Þar kemur fram að hann hafi skipað prestum að ræða við skátahópa sem hafa fundað í húsakynnum kaþólskra safnaða að finna sér annan stað og hann hafi leyst upp sérstaka nefnd kaþólsku kirkjunnar um starf skátahreyfingar stúlkna.

„Skátastúlkurnar hafa sýnt af sér hegðun sem er áhyggjuefni og það er mér ljóst að eftir því sem þær færast í takt við heiminn þá séu þær að verða ósamrýmanlegar kaþólskum gildum,“ skrifaði erkibiskupinn í bréfi sínu.

Leiðtogi skátahreyfingar stúlkna á svæðinu segir biskupinn hins vegar mistúlka hvernig skátarnir þjónir samfélagi sínu. Þeir taki ekki á kynhneigð fólks þar sem þau mál eigi frekar að ræða innan fjölskyldna.

Frétt New York Times

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert