Vita ekki um 130 þúsund manns

1,1 milljón manns sóttu um hæli í landinu á síðasta …
1,1 milljón manns sóttu um hæli í landinu á síðasta ári. AFP

Yfirvöld í Þýskalandi hafa ekki upplýsingar um dvalarstað 130 þúsund manns sem sótt hafa um hæli í landinu.

1,1 milljón manns sóttu um hæli í landinu á síðasta ári en um 13% þeirra mættu ekki á móttökustöðvar líkt og þeim hafði verið bent á að gera.

Þetta kom fram í svari við skriflegri fyrirspurn ríkisstjórnarinnar frá þingmanni á þýska þinginu.

Talið er að sumir þeirra gætu hafa snúið aftur til heimalandsins, ferðast til annars lands eða farið í felur.  

mbl.is