Clinton sigrar í Georgíu og Virginíu

Þegar þetta er skrifað segja útgönguspár að Clinton hafi unnið ...
Þegar þetta er skrifað segja útgönguspár að Clinton hafi unnið í tveimur af þremur ríkjum. AFP

Forkosningar ofurþriðjudagsins eru hafnar í 13 ríkjum Bandaríkjanna og við það að ljúka í þremur þeirra. Niðurstaðan gæti sagt til um hverjir forsetaframbjóðendur demókrata og repúblíkana verða takist þeim Hillary Clinton og Donald Trump að vinna yfirburða sigur. 

Samkvæmt útgönguspám hefur Clinton sigurinn í Georgíu og Virginíu en Sanders í heimaríki sínu, Vermont. Trump virðist hafa haft sigurinn í Georgíu en útgönguspár í Virginíu og Vermont sýna ekki nægilega mikinn mun milli Rubio og Trump til að hægt sé að segja annan hvorn þeirra sigurvegara.

Bein lýsing BBC

Kjörstaðir opnuðu fyrst í Virginíu þar sem stöðugur straumur kjósanda kom við til að greiða atkvæði á þessum sérstaka degi í kosningadagatalinu sem nær fram til sjálfra forsetakosninganna í nóvember.

Þar ræddi AFP við Steve Slye frá Arlington sem sagðist hafa kosið ríkisstjóra Ohio, repúblíkanan John Kasich.

„Hann er sá fullorðni í herberginu fyrir mér,“ sagði hann um Kasich, sem hefur staðið fyrir bjartsýnari herferð en Trump en ekki átt miklu fylgi að fagna hingað til.

Trump í pontu í Louisville í dag.
Trump í pontu í Louisville í dag. AFP

Í Arkansas sagðist Dominique Vinson hafa fundið sig knúna til að greiða atkvæði í forkosningum demókrata til að styðja við Clinton.

„Ég kann ekki við hvernig hinir frambjóðendurnir setja framtíð Bandaríkjanna fram svo ég ákvað að ég þyrfti að kjósa,“ sagði hún.

Helstu andstæðingar Trump, öldungardeildarþingmennirnir Marco Rubio og Ted Cruz hafa reynt eftir fremsta megni að setja stein í götu Trump á leið hans að tilnefningu repúblíkana. Þeir vilja sameina flokkinn gegn manni sem þeir telja óíhaldsamt pólitiskt aðskotadýr.

Líklega eru þeir þó of seinir til því skoðanakannanir sýna að Trump leiðir slaginn í flestum fylkjum ofurþriðjudagsins og fleiri til.

Fyrrum utanríkisráðherrann Hillary Clinton fagnaði sannfærandi sigri í Suður-Karólínu um helgina og er einnig með gott forskot á keppinaut sinn Bernie Sanders þrátt fyrir að herbúðir hennar hafi játað að ekki sé búist við hreinum sigri á þriðjudag.

Þegar Clinton ávarpaði kjósendur í Minnesota í síðasta skipti virtist hún þó frekar leggja áherslu á lokaslaginn en þann sem nú stendur yfir en m.a. fordæmdi hún frambjóðendur repúblíkana fyrir að „byggja kosningaherferðir sínar á móðgunum.“

Aðspurð um hvort Trump yrði frambjóðandi flokksins þegar allt kæmi til alls sagði hún blaðamönnum að hann gæti verið á þeirri leið en að „hvern sem þeir tilnefna verð ég tilbúin til að keppa á móti honum ef ég verð svo heppin að vera tilnefnd.“

Samkvæmt nýrri skoðanakönnunn CNN myndu bæði Clinton og Sanders vinna Trump auðveldlega í forsetakosningunum. Verði Rubio eða Cruz tilnefndir væri kapphlaupið mun erfiðara fyrir Clinton. Það sem er nokkuð sláandi er hinsvegar að Sanders, sem lýsir sér sem lýðræðissinnuðum jafnaðarmanni, myndi vinna alla þrjá með miklum mun miðað við skoðanakönnunina.

Sanders er talinn hafa sigrað í heimaríki sínu Vermont.
Sanders er talinn hafa sigrað í heimaríki sínu Vermont. AFP

Gera upp hug sinn á síðustu stundu

BBC greinir frá því að samkvæmt útgönguspám styðji meirihluti kjósenda í forkosningum demókrata í fimm fylkjum hugmyndir Trump um að loka landamærunum tímabundið fyrir erlendum múslimum. Um ræðir tvo þriðju hluta kjósenda í Texas, Virginíu og Georgíu, sjö af hverjum tíu í Tennessee og tæplega átta af tíu í Alabama. Nokkuð færri studdu þó hugmyndir Trump um að vísa fólki sem nú þegar er komið ólöglega inn í Bandaríkin úr landi. Kjósendur voru spurðir um afstöðu sína til hugmyndarinnar í sjö ríkjum en aðeins í einu þeirra, Alabama, var meirihluti kjósenda fylgjandi.

CNBC greinir frá því að 20 prósent þeirra repúblíkana sem mætt hafa á kjörstað í Alabama, Georgíu, Massachussetts, Oklahoma og Vermont segjast hafa gert upp hug sinn á síðustu dögum.

Þeir repúblíkanar sem mættu á kjörstað í Suðurríkjunum voru almennt reiðir ríkisstjórninni samkvæmt útgönguspám en norðar í landinu sögðust repúblíkanar ekki eins ósáttir en þó óánægðir.

Meirihluti Demókrata á kjörstað sagðist hinsvegar vera ánægður með niðurstöðuna hvort sem Bernie Sanders eða Hillary Clinton yrði tilnefnd. Fannst þeim almennt ekki að Sanders væri of frjálslyndur og heldur ekki að Clinton væri ekki nógu frjálslynd. Kjósendur repúblíkana, allstaðar utan Texas og Vermont, sögðust hinsvegar vera að leita að frambjóðanda utan ríkjandi kerfis.

Meðal demókrata voru kjósendur næstum allir hvítir í Massachusetts og Vermont, í Alabama og Georgíu var meirihlutinn svartur en einn þriðji kjósenda í Texas er af spænskumælandi uppruna.

mbl.is
Kvæði Bjarna Thorarensen 1847
Til sölu afar fágæt ljóðabók eftir Bjarna Thorarensen amtmann, Kvæði, prentuð í ...
Anne-Gaëlle et Benjamin
Le plus beau des voyages c'est celui que nous accomplissons désormais, celui qui...
HRINGSTIGAR _ HRINGSTIGAR
Hringstigar, úti sem inni. Þvermál 120, 130, 140, 150, 160, 170 cm og sérsmíði í...
Olíumálverk eftir Ásgrím Jónsson
Olíumálverk eftir Ásgrím Jónsson, málað í Húsafelli. Stærð ca. 70x63 cm. Uppl í ...
 
Aflamark
Tilkynningar
??????? ??????????????? ? ??? ?? ????...
Framhalds uppboð
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Breyting á deiliskipulagi í flatey
Leikskólakennsla
Breyting á deiliskipulagi í Flat...
Bækur til sölu
Til sölu
Bækur til sölu Menntamál 1.-42. árg. ...