Clinton sjö - Trump sjö

Kosið í Minneapolis, Minnesota.
Kosið í Minneapolis, Minnesota. AFP

Hillary Clinton fór með sigur af hólmi í sjö ríkjum af þeim ellefu sem forval demókrata fór fram í gærkvöldi og nótt. Bernie Sanders fór með sigur af hólmi í fjórum.

Þetta þýðir að hún er með örugga forystu í vali Demókrataflokksins á forsetaframbjóðanda flokksins.

Clinton fékk flest atkvæði í Alabama, Arkansas, Georgia, Massachusetts,Tennessee, Texas og Virginíu. En Sanders fór með sigur af hólmi í Colorado, Minnesota, Oklahoma og Vermont.

Donald Trump
Donald Trump AFP

Donald Trump er sigurvegari forvals repúblikana þessa nótt þar sem hann fékk flest atkvæði í sjö af þeim tíu ríkjum þar sem úrslitin liggja fyrir en Ted Cruz fór með sigur af hólmi í tveimur ríkjum og Marco Rubio  í einu.

Trump fékk flesta kjörmenn kjörna í Alabama, Arkansas, Georgíu, Massachusetts, Tennessee, Vermont og Virginíu.

Cruz hafði betur í Texas, Alaska og Oklahoma og Rubio í Minnesota. 

Hillary Clinton
Hillary Clinton AFP

Breiður stuðningur við Trump

Trump fór með sigur af hólmi víðast hvar í Suðurríkjunum og Nýja-Englandi sem kannski sýnir best styrk hans meðal flokksmanna. 

New York Times segir að Massachussetts hafi verið auðvelt ríki fyrir hann líkt og suðrið þar sem íhaldsmenn ráða ríkjum en hann nýtur gríðarlegs stuðnings meðal hvítra kjósenda með litlar tekjur, einkum og sér í lagi þeirra sem ekki hafa lokið framhaldsnámi. 

Fylgst með fjölda kjörmanna en frambjóðendur þurfa 1.237 kjörmenn til ...
Fylgst með fjölda kjörmanna en frambjóðendur þurfa 1.237 kjörmenn til þess að tryggja sér framboð fyrir hönd flokks síns. AFP

Donald Trump vonast til þess að með þessari niðurstöðu, þar sem breið samstaða virðist vera um hann, takist honum að sameina Repúblikanaflokkinn á bak við framboð sitt.

„Ég er maður sameininga,“ sagði Trump við fréttamenn í sumarhúsi sínu Mar-a-Lago á Palm Beach, Flórída þegar ljóst var að hann hafði haft sigur af hólmi í um helmingi þeirra ríkja sem kosið var í gær á ofur-þriðjudegi. „Þegar við höfum lokið þessu af þá er það ein manneskja sem ég ætla mér að ná: Hillary Clinton.“

Ted Cruz fór með öruggan sigur af hólmi í heimaríki sínu Texas og nágrannaríkinu Oklahoma og virðist hann vera sá eini sem á möguleika á að halda baráttunni áfram gegn Trump meðal frambjóðenda í forvali repúblikana. 

MarcoRubio fór að vísu með sigur af hólmi í Minnesota og er það fyrsta ríkið sem hann fær flest atkvæði í forvali repúblikana.

AFP

Þvílíkur ofur þriðjudagur!

Hillary Clinton var sigurviss þegar hún ávarpaði stuðningsmenn sína í nótt enda með yfir 60% atkvæða í mikilvægum ríkjum eins og Texas og Virginíu. Suðurríkin voru henni hliðholl og þykir það til marks um að henni gæti tekist að sameina fólk af öllum kynþáttum í forsetakosningunum í nóvember. Það getur skipt sköpum þegar kemur að því að velja hvort það verður repúblikani eða demókrati sem sest í sæti forseta Bandaríkjanna í janúar á næsta ári. 

Bernie Sanders fór með sigur af hólmi í þeim ríkjum sem fyrirfram var talið öruggt að hann fengi fleiri atkvæði en Clinton. En þrátt fyrir sigur í fjórum af ellefu ríkjum þá er forskot Clinton nú meira en Barack Obama gegn henni í forvalinu árið 2008. 

Beðið eftir nýjustu tölum í Denver
Beðið eftir nýjustu tölum í Denver AFP

„Þvílíkur ofur þriðjudagur!,“ sagði Clinton þegar hún fagnaði í Miami í nótt. Hún lét Trump heyra það og snéri út úr slagorði hans Make America Great Again (Gerum Bandaríkin frábær að nýju) en það var slagorð Ronalds Reagans í forsetakosningunum árið 1980 og hefur ítrekað verið notað í kosningabaráttu bandarískra stjórnmálamanna.

„Bandaríkin hafa aldrei hætt að vera frábær. Við verðum að sameina öll Bandaríkin - bæta upp þar sem hefur kvarnast upp úr,“ sagði Clinton við stuðningsmenn sína í Miami.

Bætt við klukkan 8

Talningu er ekki lokið hjá repúblikönum í Alaska en þar virðist vera afar mjótt á munum milli Trump og Cruz. Þegar 70% atkvæða hafa verið talin er Trump með 34% atkvæða en Cruz 36%. Ekki er langt síðan Sarah Palin, fyrrverandi ríkisstjóri í Alaska og varaforsetaefni repúblikana 2008, lýsti yfir stuðningi við framboð Trumps. 

Trump hefur hvergi fengið yfir helming atkvæða í forvalinu í þeim ríkjum sem talningu er lokið. Næst því komst hann í Massachusetts þar sem hann fékk 49% atkvæða. Annars staðar er hann með 33-43% atkvæða. 

Staðan er önnur meðal frambjóðenda demókrata enda bara tvö sem bítast um hylli kjósenda. 

Í Alaska er stuðningurinn við Clinton 78% en annars staðar þar sem hún fór með sigur af hólmi er hún með 50-71% atkvæða.

Bernie Sanders fékk 86% atkvæða í sínu heimaríki, Vermont en 52-62% í hinum þremur, Colorado, Minnesota og Oklahoma.

 Bætt við klukkan 9:30

Þá er niðurstaðan loks ljós hjá repúblikönum í Alaska - Ted Cruz fór þar með sigur af hólmi með 36% atkvæða.

Hjá repúblikönum þarf 1237 kjörmenn af 2472 til þess að verða valinn frambjóðandi flokksins í forsetakosningunum. Eftir ofur-þriðjudaginn er Trump búinn að tryggja sér 315 kjörmenn, Ted Cruz 216og Marco Rubio 105, samkvæmt frétt CNN.

Hillary Clinton er með öruggt forskot á Bernie Sanders en hún hefur tryggt sér 1033 kjörmenn en Sanders 387. Hjá Demókrataflokknum þarf frambjóðandi að tryggja sér 2383 kjörmenn af þeim 4765 sem kosið er um.

Frá Colorado
Frá Colorado AFP
Þessi fór ekki leynt með stuðning sinn við Bernie Sanders
Þessi fór ekki leynt með stuðning sinn við Bernie Sanders AFP
AFP
AFP
AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Sumarhús til sölu...
Fallegt sumarhús í Biskupstungum til sölu. 55 fm á einni hæð, viðhaldslaus klæ...
Innfluttningur á enn betra verði fyrir alla
Hjálpum fólki að útvega allt frá Bretlandi á mun lægra verði sem viðkemur vinnuv...
Hákarl fyrir þorrablótin
Hákarl fyrir þorrablótin Sími 852 2629 Pétur Sími 898 3196 Ásgeir...
Infrarauður Saunaklefi 224.000
Verð : 239.000 (er á leiðinni til íslands ) færð á 224.000 ef þú greiðir inn á h...
 
Aukatekjur vikulega
Önnur störf
Aukatekjur Morgunblaðið vantar fólk ...
L edda 6018011619i
Félagsstarf
? EDDA 6018011619 I Mynd af auglýsin...
Endurskoðun aðalskipulags
Tilkynningar
Endurskoðun aðalskipulags Akraness Alm...
Félagsstarf aldraðra
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, jóg...