Drápu þekktan umhverfissinna

Berta Cáceres
Berta Cáceres

Berta Cáceres, heimsþekktur og margverðlaunaður umhverfissinni í Hondúras, var skotin til bana á heimili sínu í gær og segir fjölskylda hennar að um kaldrifjað morð hafi verið að ræða. 

Cáceres hlaut í fyrra Goldman Prize, sem talin eru helstu verðlaun sem veitt eru til þeim sem starfa í grasrótarsamtökum á sviði umhverfismála. Hún var verðlaunuð fyrir að leiða baráttu innfæddra (Lenca) gegn því að reist verði stífla fyrir vatnsaflsvirkjun sem hefði þýtt að stór svæði innfæddra hefðu farið undir vatn og eins hefði aðgengi íbúa að hreinu vatni spillst.

Með mynd af umhverfissinnaum Berta Caceres
Með mynd af umhverfissinnaum Berta Caceres AFP

Móðir Cáceres , Berta Flores, segir að lögregla telji að dóttir hennar hafi verið fórnarlamb innbrotsþjófa en allir viti að hún var drepin vegna baráttu sinnar.

Cáceres, 43 ára fjögurra barna móðir, hefur ítrekað verið hótað lífláti fyrir mótmæli sín. Hún var skotin að næturlagi á heimili sínu í bænum La Esperanza.

Goldman samtökin skrifa á vef sinn að morðið komi félögum Cáceres því miður ekki á óvart og fordæma ódæðið. 

Ættingjar og vinir báru kistu Berta Caceres við útförina í …
Ættingjar og vinir báru kistu Berta Caceres við útförina í La Esperanza í gær. AFP

Forseti Hondúras, Juan Orlando Hernandez, segir morðið glæp gegn Hondúras og heitir því að ódæðismennirnir verði handsamaðir og dæmdir. Framkvæmdastjóri sambands ríkja Ameríku, Organization of American States, Luis Almagro, fordæmdi einnig morðið og sagði að um skelfilegan glæp væri að ræða.

Fleiri þúsund tóku þátt í mótmælum í höfuðborginni, Tegucigalpa, í gærkvöldi og lokuðu fyrir umferð í miðborginni. Lögregla dreifði mótmælendum með því sprauta á þá táragasi.

Til óeirða kom í höfðuborginni Tegucigalpa í gær vegna morðsins.
Til óeirða kom í höfðuborginni Tegucigalpa í gær vegna morðsins. AFP

Ráðherra öryggismála, Julian Pacheco, segir að lögregla hafi handtekið tvo í tengslum við málið, öryggisvörð við húsaþyrpinguna þar sem Cáceres bjó og annan mann án þess að veita frekari upplýsingar um handtökuna.

Hann segir að lögreglan hafi gætt Cáceres en nýverið hafi, að hennar ósk, verið hætt að gæta hennar allan sólarhringinn. Þessu mótmæla hinsvegar mannréttindasamtök (Center for Justice and International Law) og segja að það sé ekki rétt að Cáceres hafi óskað eftir því að dregið yrði úr gæslunni. Lögreglan hafi einfaldlega brugðist Cáceres. Ráðherrann segir að Cáceres hafi ekki verið heima þessa nótt en félagar hennar segja að hún hafi flúið í annað hús þar sem hún óttaðist um líf sitt en komið heim undir morgun.

AFP

Gustavo Castro, mexíkóskur umhverfissinni, var með Cáceres þegar árásin var gerð. Hann slapp naumlega en byssukúla straukst við hann en hann fékk aðeins skrámu. Að sögn umhverfissinna mun hann vera mikilvægt vitni í málinu.

Leiðtogi samtaka verkafólks, Carlos Reyes, tekur undir með móður Cáceres og að það sé öllum ljóst að ekki var um ránsmorð að ræða heldur hafi hún verið myrt fyrir baráttu sína. Um pólitískt morð sé að ræða ekki ránsmorð.

Flores segir að dóttir hennar hafi nýverið lent í harðvítugum deilum við hermenn og forsvarsmenn vatnaflsraforkufyrirtækis þegar hún heimsótti svæði við Gualcarque ána þar sem unnið er að stífluframkvæmdum.

AFP

Cáceres stofnaði samtökin Civic Council of Indigenous and People's Organizations (Copinh) árið 1993 með þáverandi eiginmanni sínum, Salvador Zuniga. Hún var fljótlega þekkt fyrir óttalausa baráttu sína gegn náma- og orkufyrirtækjum sem hafa valdið varanlegum náttúruspjöllum í heimalandi hennar.

En þekktust er hún fyrir baráttu sína við björgun Gualcaque árinnar og fyrir það hlaut hún Goldman verðlaunin í fyrra en verðlaunin eru álitin „Grænu Nóbelsverðlaunin“. 

Wikipedia

Hermenn gæta heimilis Berta Caceres
Hermenn gæta heimilis Berta Caceres AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert