Myrkur dagur í sögu fjölmiðla

Zaman dagblaðið í Tyrklandi varaði í dag við „myrkustu dögunum“ í sögu fjölmiðla í kjölfar þess að yfirvöld dómstóll í landinu fyrirskipaði að miðillinn skyldi tekinn yfir af yfirvöldum.

Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að blaðið hefði verið nýtt til að breiða út áróður til að koma tyrkneska ríkinu úr jafnvægi. Dómurinn hefur mætt mikilli gagnrýni og hafa lögreglumenn notað gúmmíkúlur og táragas á mótmælendur sem hafa endurtekið komið saman framan við höfuðstöðvar Zaman í dag. Staða fjölmiðlafrelsis í landinu hefur lengi þótt áhyggjuefni.

Zaman hefur náin tengsl við klerkinn Fethullah Gulen, einn helsta andstæðing Recep Tayyip Er­dog­an, Tyrklandsforseta. Miðillinn var færður undir nýja framkvæmdastjórn í kjölfar dómsins en tókst engu að síður að prenta upplag með harðri gagnrýni á stjórnvöld vegna málsins.

„Stjórnarskráin gerð ógild“ stóð í stóru svörtu letri framan á forsíðu blaðsins. „Gærdagurinn  var einn sá myrkasti í sögu fjölmiðla í Tyrklandi.“

Lögregla hefur í dag notað mikið magn táragass, vatnsslöngur og gúmmíkúlur á um 500 mótmælendur utan við höfuðstöðvar miðilsins í Istanbúl í dag. Mótmælendur hrópuðu meðal annars „Fráls fjölmiðlun fæst ei þögguð.“

Zaman kemur út í um 650 þúsund eintökum samkvæmt AFP. Blaðið var sent í prentun fyrr en vanalega á föstudagskvöld, áður en lögregla tók yfir höfuðstöðvarnar og fór fram á að síðum blaðsins yrði fækkað úr 24 í 16, að sögn blaðamanns á miðlinum.

Blaðamenn bera slasaða konu á brott.
Blaðamenn bera slasaða konu á brott. AFP

„Lagalegt ferli“

Sevgi Akarcesme, ritstjóri enskrar útgáfu miðilsins, Today‘s Zaman, greindi frá því á Twitter í dag að nettenging á skrifstofum miðilsins hefði verið rofin. „Við getum ekki unnið lengur,“ skrifaði hún.

Yfirtaka föstudagsins hófst með því að tugir lögreglumanna ruddu sér leið í gegnum skara af mótmælendum og inn í bygginguna. Þá var ný framkvæmdastjórn færð inn í húsnæðið til að hefja störf sín. Í dag var ritstjóri Zaman, Abdulhamit Bilici, rekinn af nýju framkvæmdastjórninni.

Forsætisráðherra landsins, Ahmet Davutoglu, hefur neitað því að afskipti af blaðinu tengist ríkisstjórninni. „Þetta er án efa ekki pólitísk heldur lagalegt ferli,“ sagði hann. „Tyrkland er ríki sem stjórnað er af laganna reglum... það kemur ekki til greina, hvorki af minni hálfu né af hálfu samstarfsmanns míns að grípa inn í þetta ferli.“

Engu að síður setti hann fram viðvörun. „Við ættum ekki að loka augum okkar fyrir hliðstæðum aðilum innan ríkisins sem nota fjölmiðla og önnur tól“ í áróður fyrir stefnu sinni.“

Yfirtakan kallaði fram áhyggjuföll viðbrögð á Evrópusambandinu sem hvatti ríkisstjórn Tyrklands til að virða fjölmiðlafrelsi. „Evrópusambandið hefur endurtekið lagt áherslu á að Tyrkland, sem umsóknarland [ESB], þurfi að virða og styðja háa lýðræðislega staðla og verklag, þar á meðal fjölmiðlafrelsi,“ sagði í tilkynningu frá Evrópusambandinu.

Hópur kvenna reynir að skýla vitum sínum fyrir táragasi.
Hópur kvenna reynir að skýla vitum sínum fyrir táragasi. AFP

Dulin tilraun forsetans til útrýmingar

Utanríkisráðuneyti Rússland hefur kallað eftir rannsókn á málinu af hálfu alþjóðasamfélagsins þar á meðal Evróuráðsins.

„Það er fyrir öllu að Ankara virði evrópskar og alþjóðlegar kröfur hvað varðar málfrelsi og fjölmiðlafrelsi,“ sagði talskona ráðuneytisins.

Bandarísk yfirvöld hvöttu Tyrkland einnig til að vernda málfrelsið og sögðu í yfirlýsingu að dómurinn væri „sá nýjasti í röð áhyggjuvaldandi dóms- og löggæsluaðgerða af hálfu Tyrknesku ríkisstjórnarinnar þar sem fréttamiðlar og aðrir gagnrýnendur eru skotspónninn.

Emma Sinclair- Webb, yfirmaður tyrkneskra rannsókna hjá Human Rights Watch, kallaði dóminn „dulda tilraun forsetans til að útrýma andstöðu frá fjölmiðlum og gagnrýni á stefnu stjórnvalda.“

Fjölmiðlar í Tyrklandi segja dóminn byggja á því að Zaman styðji við aðgerðir „hryðjuverkastofnunar“ á vegum Gulen. Gulen hefur verið búsettur í Bandaríkjunum frá árinu 1999 þegar hann flúði ákærur fyrri stjórnvalda. Þrátt fyrir að búa utan Tyrklands hefur hann byggt upp mikið fylgi í landinu í gegnum hliðholla aðila innan lögreglunnar og löggjafarvaldsins, mikla fjölmiðla- og fjármálahagsmuni sem og stórt net sérskóla.

Margoft hafa komið upp dómsmál í kringum fyrirtæki og stofnanir tengdar Gulen og á föstudag voru fjórir yfirmenn einnar stærstu samsteypu landsins handteknir vegna ásakanna um að þeir stæðu að fjármögnun fyrir Gulen.

Zaman málið er ekki fyrsta dómsmálið er kemur upp varðandi fjölmiðlafrelsi í Tyrklandi undir stjórn Erdogan. Ritstjóra Chumhuriyet dagblaðsins og útibússtjóra blaðsins í Ankara var sleppt úr haldi í síðustu viku eftir þriggja mánaða gæsluvarðhald fyrir að hafa „birt leyndarmál ríkisins.“ Réttarhöld yfir þeim fara fram 25. mars.

Maður liggur í götunni eftir átök við lögreglu.
Maður liggur í götunni eftir átök við lögreglu. AFP
Mikil ringulreið ríkti eftir að táragasi var beitt á mótmælendur.
Mikil ringulreið ríkti eftir að táragasi var beitt á mótmælendur. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Innfluttningur á enn betra verði fyrir alla
Hjálpum fólki að útvega allt frá Bretlandi á mun lægra verði sem viðkemur vinnuv...
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220,...
Borstofuskápur frá Öndvegi / Heimahúsinu til sölu
Tilboð óskast í borðstofuskáp frá Öndvegi / Heimahúsinu. Skápurinn er 220 x 55 x...
 
Styrkir 2018
Styrkir
Styrkir til verkefna í þágu barna á...
L edda 6018012319iii
Félagsstarf
? EDDA 6018012319 III Mynd af auglýs...
Fundur
Fundir - mannfagnaðir
Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna...
Ert þú skapandi
Sérfræðistörf
Ert þú SKAPANDI? Árvakur leitar eftir...