Fannst látin eftir að hafa misst af flugi

Karlmaður á sjötugsaldri hefur verið handtekinn grunaður um að hafa …
Karlmaður á sjötugsaldri hefur verið handtekinn grunaður um að hafa myrt James. Skjáskot af vef The Telegraph

Hin 65 ára gamla Christine James fannst látin í íbúð sinni í Cardiff Bay síðastaliðinn miðvikudag. James átti bókað flug til Flórída frá Gatwick flugvellinum laugardaginn 27. febrúar en þegar upp komst að hún hafi ekki farið í flug fóru ættingjar hennar að hafa áhyggjur. Karlmaður á sjötugsaldri hefur verið handtekinn grunaður um að hafa myrt James.

Vinir James sögðust hafa heyrt í henni síðast föstudaginn 26. febrúar. Lögregluyfirvöld í Cardiff Bay hafa óskað eftir vitnum sem sáu eða töluðu við James eftir klukkan 12:30 sama dag eða tóku eftir einhverjum mannaferðum í kringum íbúð hennar.

Ceri Hughes, yfirlögregluþjónn á svæðinu, segir að unnið sé að því að upplýsa málið og rannsaka orsök andlátsins. „Þrátt fyrir að búið sé að handtaka einn mann í tengslum við málið vantar okkur enn fleiri upplýsingar og vitni. Allir þeir sem þekktu Christine eða sáu einhverjar grunnsamlegar mannaferðir í hverfinu eru beðnir um að hafa samband við okkur.“

Frétt The Telegraph

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert