Fimm ár liðin frá harmförum í Japan

Menntaskólanemar kveiktu á um 3 þúsund kertum til að minnast …
Menntaskólanemar kveiktu á um 3 þúsund kertum til að minnast fórnarlambanna. AFP

Japanir minntust þess í dag að fimm ár eru liðin síðan um 18.500 manns fórust í jarðskjálfta og mikilli flóðbylgju sem kom í kjölfar hans. 

Flóðbylgjan varð til þess að kjarnorkuslys varð í Fukushima, sem er það versta frá kjarnorkuslysinu  í Tsjernobyl  árið 1986.

Keisarinn Akihito og keisaraynjan Michiko hneigja sig er þau yfirgefa …
Keisarinn Akihito og keisaraynjan Michiko hneigja sig er þau yfirgefa minningarathöfnina í dag. AFP

Akihito, Japanskeisari, Michiko keisaraynja og Shinzo Abe, forsætisráðherra tóku þátt í minningarathöfn í höfuðborginni Tókíó þar sem fórnarlambanna var minnst með þögn á nákvæmlega sama tíma og jarðskjálftinn reið yfir.

Fórnarlambanna var minnst með kertafleytingu þar sem stafirnir 3 og …
Fórnarlambanna var minnst með kertafleytingu þar sem stafirnir 3 og 11 voru notaðir. AFP

Flóðbylgjan sem fylgdi á eftir skjálftanum varð til þess að skólar og heilu hverfinu lentu á kafi í vatni og íbúar á norðausturströnd Japans flúðu á hærri grundu.

Kveikt var á kertum í tilefni dagsins.
Kveikt var á kertum í tilefni dagsins. AFP

Fyrir utan þann fjölda sem fórst í skjálftanum og flóðbylgjunni er talið að um 3.400 manns hafi dáið úr veikindum og vegna sjálfsvíga síðan hörmungarnar gengu yfir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert