Palin mætti þrátt fyrir slys eiginmanns

Sarah Palin á fundinum í dag.
Sarah Palin á fundinum í dag. AFP

Sarah Palin, fyrrum varaforsetaefni Repúblikanaflokksins, hélt ræðu til stuðnings forsetaframbjóðandanum Donald Trump í Tampa í Flórída í dag. Áður hafði verið greint frá því að Palin myndi ekki mæta þar sem eiginmaður hennar varð fyrir alvarlegu slysi í Alaska fyrr í dag.

Palin, sem ekki hefur gegnt opinberu embætti síðan 2009, hefur frá forsetaframboði sínu verið mikið í sviðsljósinu sem pólitískur álitsgjafi í fjölmiðlum. Hún var ein af þeim fyrstu sem gaf opinberlega út að hún styddi Trump.

Í ræðu sinni í dag gagnrýndi hún mótmælendur sem hafa mætt fyrir utan kosningafundi Trump og gerði lítið úr ofbeldi sem átti sér stað þar nýlega.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert