Heilsaði að hætti nasista

Anders Behring Breivik heilsaði að hætti nasista í réttarsalnum í …
Anders Behring Breivik heilsaði að hætti nasista í réttarsalnum í morgun. AFP

Öfgamaðurinn og fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik heilsaði að hætti nasista þegar hann kom inn í réttarsal í morgun. Breivik telur að norska ríkið brjóti á mannréttindum sínum í fangelsinu.

Skien fangelsið
Skien fangelsið AFP

Á vef norska ríkisútvarpsins eru  birtar myndir af Breivik, en það eru fyrstu nýju myndirnar sem birtar eru af honum síðan hann var dæmdur hinn 24. ágúst 2012 í 21 árs fangelsi fyrir fjöldamorð.

Nú er hryðjuverkamaðurinn aftur kominn í réttarsal, nú í íþróttasal Skien-fangelsisins, en Breivik afplánar í fangelsinu dóm sem hann fékk fyrir að myrða 77 manns með köldu blóði. Flest fórnarlamba hans voru ungmenni sem voru félagar í ungliðahreyfingu Verkamannaflokksins, en Breivik telur að flokkurinn beri ábyrgð á fjölmenningu í Noregi.

Anders Behring Breivik kemur inn í réttarsalinn í morgun
Anders Behring Breivik kemur inn í réttarsalinn í morgun AFP

Breivik mætti með rakað höfuð, klæddur í dökk jakkaföt og hvíta skyrtu í réttarsalinn og sneri sér í átt að fjölmiðlafólki áður hann lyfti upp hægri handlegg og heilsaði að hætti nasista.

Anders Behring Breivik
Anders Behring Breivik AFP

Brei­vik hef­ur verið dug­leg­ur að koma sér í frétt­irn­ar úr fang­els­inu og ít­rekað borið fang­els­is­mála­yf­ir­völd og fleiri þung­um sök­um um að brjóta á rétt­ind­um sín­um. Nú seg­ir hann að norska ríkið hafi brotið gegn tveim­ur ákvæðum Mann­rétt­inda­sátt­mála Evr­ópu. Annað ákvæðið lýt­ur að banni við ómannúðlegri eða lít­il­lækk­andi meðferð eða refs­ingu og hitt ákvæðið á að tryggja rétt fólks á að virðing sé bor­in fyr­ir einka- og fjöl­skyldu­lífi og bréfa­skipt­um.

Anders Behring Breivik
Anders Behring Breivik AFP
Anders Behring Breivik með lögmönnum sínum í morgun
Anders Behring Breivik með lögmönnum sínum í morgun AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert