Kardínála sagt að axla ábyrgð

Philippe Barbarin kardínáli
Philippe Barbarin kardínáli AFP

Forsætisráðherra Frakklands, Manuel Valls,  hvetur kardínála sem er sakaður um að hafa hylmt yfir barnaníð prests gagnvart skátadrengjum að axla ábyrgð. Barnaníðsmálið hefur vakið mikla athygli í Frakklandi og um leið reiði í garð kaþólsku kirkjunnar.

Hann segir að vegna rannsóknarinnar sem sé í gangi þá verði kardinálinn Philippe Barbarin að axla ábyrgð og grípa til aðgerða. Aðspurður í viðtali við BFM sjónvarpsstöðina um hvort kardínálinn eigi að segja af sér þá var svarið stutt og laggott: „Það er á hans ábyrgð en hann verður að gera sér grein fyrir sársaukanum.“„Ég vænti ekki bara orða heldur aðgerða,“ bætti Valls við.

Barbarin er einn nokkurra háttsettra manna innan kirkjunnar sem eru sakaðir um að hafa hylmt yfir barnaníðinu. Hann hafi vitað af því að presturinn Bernard Preynat hafi beitt unga drengi kynferðislegu ofbeldi á tímabilinu 1986 til ársins 1991.

Preynat var kærður í janúar eftir að fórnarlömb hans komu fram og sögðu sögu sína. Að sögn saksóknara hefur Preyant játað að hafa brotið gegn drengjunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert