Í allsherjarstríð gegn Trump

Einkennismerki Anonymous er Guy Fawkes-gríman brosmilda.
Einkennismerki Anonymous er Guy Fawkes-gríman brosmilda. AFP

Aðgerðasinnarnir í hakkarahópnum Anonymous ætla að láta til skarar skríða gegn forsetaframbjóðandanum Donald Trump. Fulltrúi hópsins segir Trump hafa hneykslað heimsbyggðina með hatursfullri kosningabaráttu sinni með „ógeðfelldum“ gjörðum sínum og hugmyndum.

Í myndbandi sem birtist á Youtube-rás hakkaranna hvetur grímuklæddur maður þá sem tilheyra hópnum til að ráðast gegn vefsíðum Trump 1. apríl, rannsaka hvað þar er að finna og afhjúpa það sem hann vill ekki að almenningur viti.

„Við þurfum á því að halda að þið takið í sundur framboð hans og skemmið vörumerkið hans,“ segir fulltrúinn að því er kemur fram í frétt Fortune.

Anonymous lýsti yfir stríði gegn Trump í desember í kjölfar yfirlýsinga hans um að loka ætti Bandaríkjunum fyrir múslimum. Réðust hakkararnir meðal annars á vefsíðu frambjóðandans í forvali repúblikana. Óstaðfestar heimildir herma að þeir hafi einnig brotist inn í talhólf Trump og lekið skilaboðum til vefsíðunnar Gawker.

Frétt Fortune af herferð Anonymous gegn Donald Trump

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert