Flóttamenn ráðnir á lærlingalaunum

AFP

Ríkisstjórn Danmerkur, verkalýðsfélög og atvinnurekendur náðu í gær samkomulagi um að aðstoða flóttamenn við að komast út á vinnumarkaðinn. Þetta er hluti af stærra samkomulagi atvinnulífsins og stjórnvalda í Danmörku um samlögun innflytjenda og menntun (integrations-grunduddannelse - IGU), sem lýtur að því að koma flóttamönnum í vinnu til skemmri tíma á lærlingslaunum. Er talað um 50-120 danskar krónur á tímann í því samhengi. Það samsvarar 948-1227 íslenskum krónum.

IGU störfin geta varað í allt að tvö ár og flóttafólki verður einnig boðið upp á að sækja námskeið og taka hæfnispróf í tengslum við störfin.

Fyrirtæki sem ráða flóttafólk til starfa samkvæmt IGU geta fengið allt að 40 þúsund danskar krónur í greiðslu ef flóttamaður starfar hjá þeim í tvö ár.

Flóttafólk sem tekur þátt í IGU áætluninni þarf ekki að mæta á fundi hjá vinnumiðlunum og þeir sem fá vinnu verður útvegað húsnæði í sveitarfélaginu sem atvinnurekandinn starfar í. Forsætisráðherra, Lars Løkke Rasmussen, fagnar samkomulaginu og segir það gott dæmi um danska líkanið. Vinna er lykill að aðlögun. Þess vegna er mikilvægt að við grípum til aðgerða við að koma flóttafólki á vinnumarkaðinn svo það verði auðlind, ekki byrði, á samfélaginu.

<span> Formaður Danska þjóðarflokksins, Kristian Thulesen Dahl, er hins vegar ekki jafn ánægður og forsætisráðherrann með samkomulagið og segir hann á Facebook að samkomulagið sé sorglegt. „Enn einu sinni fær flótta- og farandfólk sérstaka meðferð fram yfir Dani,“ skrifar hann á Facebook. Nýr láglaunamarkaður er að verða til. Og þegar flóttafólkið hefur verið á lágum launum í tvö ár bíður atvinnubótakerfið þeirra á meðan nýtt flóttafólk verður ráðið á lágum launum.</span> <a href="http://politiken.dk/oekonomi/arbejdsmarked/ECE3121461/nu-er-aftale-paa-plads-flygtninge-kan-faa-ned-til-49-kroner-i-timen/" target="_blank"><span>Frétt Politiken</span></a>
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert