Guido Westerwelle látinn

Guido Westerwelle
Guido Westerwelle AFP

Fyrrverandi utanríkisráðherra Þýskalands, Guido Westerwelle, lést í dag í kjölfar baráttu við hvítblæði. Hann var 54 ára að aldri. Fréttavefur bandaríska dagblaðsins New York Times greinir frá þessu en skrifstofustjóri ráðherrans fyrrverandi, Alexander Vogel, tilkynnti þetta í dag.

Westerwelle var utanríkisráðherra Þýskalands frá 2009 til 2013 og varakanslari landsins 2009-2011. Hann varð ráðherra eftir að hafa veitt flokki sínum, Frjálslynda lýðræðisflokknum, forystu í þingkosningunum 2009 þar sem flokkurinn náði besta árangri frá upphafi í kjölfar 11 ára veru í stjórnarandstöðu.

Guido Westerwelle
Guido Westerwelle AFP
Guido Westerwelle
Guido Westerwelle AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert