Hafa áhyggjur af bílahakki

Innan í Fiat-bíl. Fiat Chrysler þurfti að innkalla 1,4 milljónir …
Innan í Fiat-bíl. Fiat Chrysler þurfti að innkalla 1,4 milljónir bíla á síðasta ári.

Bandaríska alríkislögreglan, FBI, og samtök um vegaöryggi í Bandaríkjunum hafa bæst í hóp þeirra sem hafa áhyggjur af því að tölvuþrjótar muni í auknum mæli hakka sig inn í bíla.

Þau hafa hvatt almenning til að vera á varðbergi gagnvart „sýndar-öryggisógnum“ sem tengjast bílum sem eru nettengdir.

Á síðasta ári þurfti Fiat Chrysler að innkalla 1,4 milljónir bifreiða í Bandaríkjunum eftir að öryggissérfræðingum á vegum tímaritsins Wired tókst fjarstýra jeppa, þar á meðal stýrinu og bremsum, með því að hakka sig inn í tölvukerfi hans.

Fólki sem grunar að einhver hafi brotist inn í bílinn sinn á þennan hátt hefur verið ráðlagt að hafa samband við FBI, að því er BBC greindi frá. 

FBI hefur miklar áhyggjur af tölvuþrjótum sem brjótast inn í …
FBI hefur miklar áhyggjur af tölvuþrjótum sem brjótast inn í bíla.

Alríkislögreglan hefur einnig varað við því að glæpamenn geti tengst hugbúnaði bíla á netinu með því að senda út fölsk skilaboð sem fá ökumenn til að opna hættuleg viðhengi.

Bæði General Motors og BMW hafa nýlega uppfært öryggismál sín til að koma í veg fyrir netárásir sem hefðu getað valdið því að hakkarar opnuðu dyr og í tilfelli GM, störtuðu bílnum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert