Tólf Bandaríkjamenn særðust

Fólk sem tók þátt í minningarathöfn á torginu Place de …
Fólk sem tók þátt í minningarathöfn á torginu Place de la Bourse í Brussel. AFP

Tólf Bandaríkjamanna særðust í hryðjuverkaárásunum í Brussel og enn er ekki vitað um afdrif nokkurra einstaklinga, þar á meðal starfsmanna bandarískra stjórnvalda.

Bandaríkjamenn voru ekki taldir á meðal þeirra sem fórust í árásunum en talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins segir óvissu ríkjandi. Vaxandi ótti sé um þá sem ekki hefur heyrst frá eftir árásirnar.

Þrír bandarískir trúboðar og meðlimur í bandaríska sjóhernum voru á meðal þeirra 270 sem særðust. Alls fórst 31 manneskja í árásunum.

„Eins og staðan er núna vitum við af tólf manns sem særðust í árásunum,“ sagði talsmaðurinn. „Við höfum ekki fengið fregnir af því að nokkur bandarískur ríkisborgari hafi dáið.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert