Nýtt tilfelli ebólu vekur ugg

Yfirvöld í Líberíu hafa kallað eftir yfirvegaðri umræðu eftir að nýtt tilfelli sýkingar af ebóluveirunni greindist á fimmtudag, meira en tveimur mánuðum eftir að því var lýst yfir að faraldri hennar væri lokið í landinu.

Sú sem greindist var 30 ára gömul kona sem lést á fimmtudag þegar verið var að færa hana á sjúkrahús í höfuðborginni Monróvíu. Heilbrigðisráðherra landsins hefur í kjölfarið hvatt landsmenn til að fyllast ekki skelfingu vegna þessa.

„Við munum halda áfram að rannsaka uppruna þessarar sýkingar,“ segir aðstoðarheilbrigðisráðherrann Tolbert Nyensuah í samtali við AFP.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert