Palmyra: Fyrir og eftir eyðileggingu

Sigurboginn í Palmyra, fyrir og eftir eyðilegginguna sem fylgdi yfirráðum …
Sigurboginn í Palmyra, fyrir og eftir eyðilegginguna sem fylgdi yfirráðum Ríkis íslams í þessari 2.000 ára gömlu borg. AFP

Mörg kennileiti í hinni fornu sýrlensku borg, Palmyra, eru nú rústir einar eftir yfirráð vígamanna Ríkis íslams á svæðinu. Sérfræðingar efast um að hægt verði að endurbyggja hofin sem jöfnuð voru við jörðu.

Því var fagnað víða um heim þegar sýrlenskar hersveitir náðu aftur völdum í Palmyra, borg í miðju landsins, þar sem finna má yfir 2.000 ára gamlar byggingar. Aðkoman var langt í frá fögur. Bel-hofið var t.d. nær jafnað við jörðu. Sömu sögu er að segja um helgidóm Baal Shamin og Sigurbogann sem reistur var 200 árum eftir Krist. Bel-hofið hafði staðið í meira en 2.000 ár. 

„Allir eru spenntir því að búið er að frelsa Palmyra en við skulum ekki gleyma því að þar er allt ónýtt,“ segir Annie Sartre-Fauriat, sem er í hópi sýrlenskra sérfræðinga um fornminjar í Sýrlandi í tengslum við UNESCO verkefni Sameinuðu þjóðanna í landinu.

„Þegar ég heyri um að endurbyggja eigi Bel-hofið þá finnst mér það blekkjandi. Við getum ekki endurbyggt eitthvað sem er búið að mylja niður í ryk. Endurbyggja hvað? Nýtt hof? Ég held að það hljóti að vera önnur forgangsmál í Sýrlandi.“

Á meðfylgjandi ljósmyndum hér að neðan má sjá samanburð á þessum kennileitum, fyrir og eftir eyðilegginguna sem fylgdi yfirráðum Ríkis íslams. 

Vígamennirnir létu sér ekki nægja að eyðileggja byggingar. Í borginni hefur fundist fjöldagröf þar sem m.a. eru lík barna og kvenna. Á líkunum sjást ummerki um pyntingar.

Bel-hofið í Palmyra, fyrir og eftir afleiðingar yfirráða Ríkis íslams …
Bel-hofið í Palmyra, fyrir og eftir afleiðingar yfirráða Ríkis íslams á svæðinu. AFP
Rústir Bel-hofsins í Palmyra. Á myndinni sést hvernig hofið leit …
Rústir Bel-hofsins í Palmyra. Á myndinni sést hvernig hofið leit út áður en Ríki íslams tók völdin í borginni fornu. AFP
Rústir Baal Shamin-hofsins í gegnum hlið í borginni Palmyra. Hofið …
Rústir Baal Shamin-hofsins í gegnum hlið í borginni Palmyra. Hofið stóð áður en vígamenn Ríkis íslams tóku völdin í borginni. AFP
Sigurboginn í Palmyra fyrir og eftir eyðileggingu Ríkis íslams.
Sigurboginn í Palmyra fyrir og eftir eyðileggingu Ríkis íslams. AFP
mbl.is