Stuðningur við samninginn hruninn

Frá mótmælum gegn fríverslunarsamningnum.
Frá mótmælum gegn fríverslunarsamningnum. AFP

Stuðningur á meðal almennings í Þýskalandi og Bandaríkjunum við fyrirhugaðan fríverslunarsamning á milli Bandaríkjanna og Evrópusambandsins hefur hrunið samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar.

Þetta kemur fram á fréttavefnum Euobserver.com. Vísað er í skoðanakönnun sem gerð var af stofnuninni Bertelsmann Foundation en samkvæmt henni telja nú aðeins 17% Þjóðverja og 18% Bandaríkjamanna að fyrirhugaður fríverslunarsamningur sé af hinu góða.

Rifjað er upp í fréttinni að fyrir tveimur árum síðan hafi 55% Þjóðverja og 53% Bandaríkjamanna stutt fyrirhugaðan samning.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert