Papa Wemba hneig niður og lést

Papa Wemba á tónleikum í París árið 2006.
Papa Wemba á tónleikum í París árið 2006. AFP

Papa Wemba, einn þekktasti tónlistarmaður Afríku, lést eftir að hafa hnigið niður á tónlistarhátíð á Fílabeinsströndinni.

Hann var þekktur undir nafninu „konungur kongósku rúmbútónlistarinnar“ fyrir að eiga þátt í að koma tónlistarstefnunni á kortið.

Wemba, sem var 66 ára, hneig niður uppi á sviði eftir að hafa flutt þrjú lög á Urban Music Festival Anoumabo-hátíðinni í Abidjan.

Hann fæddist árið 1949 í belgísku Kongó. Árið 2004 var hann dæmdur sekur fyrir að hafa smyglað innflytjendum til Frakklands með því að dulbúa þá sem meðlimi hljómsveitar sinnar. Hann þurfti að dúsa í þrjá mánuði í fangelsi.

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert