Freista þess að ná á toppinn

Mikilvægt er að vera vel búinn þegar lagt er á …
Mikilvægt er að vera vel búinn þegar lagt er á fjallið. AFP

Hátt í þrjú hundruð manns stefna á topp Everest í ár. Enginn komst á hæsta tind fjallsins í fyrra en gríðarlegur jarðskjálfti í Nepal olli snjóflóðum þar sem átján fjallgöngumenn létu lífið. Árið 2014 létu sextán sjerpar lífið í snjóflóði í fjallinu.

Níu sjerpar eru komnir í 8.850 metra hæð í fjallinu. Veður hefur verið hagstætt síðustu daga og mun fjallgöngufólkið því væntanlega freista þess að ná á toppinn. Sjerparnir bera búnað og gera sitt besta til að tryggja öryggi göngufólksins.

Best er að klífa fjallið í maí og hvetja yfirvöld í Nepal fjallgöngufólk til að klífa Everest. Þau heimila nú í fyrsta skipti að þyrlur séu notaðar til að flytja búnað upp í fjallið svo sjerpar geti forðast hættulegustu svæðin.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert