Al-Qaeda hótar Bill Gates

Bill Gates, stofnandi Microsoft.
Bill Gates, stofnandi Microsoft. AFP

Kallað er eftir því að ráðist verði á bandarískan efnahag í nýjasta tölublaði nettímarits hryðjuverkasamtakanna Al-Qaeda. Eru liðsmenn samtakana hvattir til þess að drepa leiðtoga í bandarísku efnahagslífi og frumkvöðla, m.a. Bill Gates.

Greinin birtist í nýjasta tölublaði Inspire á laugardaginn. Þá er kallað eftir „fagfólki í aftökum“ og sýnd mynd af manni með hettu, horfa inn á heimili úr fjarlægð. Þá má einnig sjá mynd af stofnanda Microsoft, Bill Gates þar sem búið er að bæta við byssu og blóðpolli.

MEMRI-samtökin sem rannsaka fjölmiðla í Mið-Austurlöndum hafa skoðað tölublaðið og segja það innihalda nákvæmar upplýsingar um hvernig eigi að taka fólk af lífi.

Vitnað er í ritstjóra Inspire, Yahya Ibrahim sem segir að spámaðurinn hafi fyrirskipað drápin á glæpaleiðtogum og gaf í skyn að bandarískir athafnamenn ættu heima í þeim flokki.

„Við munum aldrei leggja niður vopn okkar fyrr en við fullnægjum óskum Allah,“ skrifar Ibrahim.

Í tímaritinu má einnig fræðast um sprengjugerð. Inspire er gefið út af Al-Qaeda samtökunum á Arabaskaganum sem einblínir á árásir gegn Bandaríkjunum.

Frétt Sky News.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert