Stefnir ítalska ríkinu fyrir MDE

Amanda Knox í dómssal.
Amanda Knox í dómssal. AFP

Hin bandaríska Amanda Knox sem í fyrra var sýknuð af ákæru um að hafa myrt breska námsmanninn Meredith Kercher á Ítalíu árið 2007 hefur stefnt ítalska ríkinu fyrir mannréttindadómstól Evrópu.

Í gær samþykkti dómstóllinn að taka mál hennar fyrir. Heldur hún því fram að hún hafi ekki hlotið réttláta málsmeðferð í ítalska réttarkerfinu. Hún sat alls fjögur ár í varðhaldi á Ítalíu áður en hún var sýknuð. Telur hún að brotið hafi verið á mannréttindum sínum þar sem hún var yfirheyrð í marga klukkutíma á ítölsku án þess að hafa túlk sér við hlið. Þá var henni ekki útvegaður lögfræðingur fyrr en eftir yfirheyrsluna og heldur hún því einnig fram að hún hafi verið beitt ofbeldisfullum yfirheyrsluaðferðum. 

Var hún ásamt kærasta sínum Raffaele Solicito ákærð fyrir morðið en voru þau bæði sýknuð í apríl síðastliðnum. 

Kercher var árið 2007 stunginn til bana í íbúð sinni í ítalska bænum Perugia þar sem hann bjó ásamt Amöndu Knox. Taldi ákæruvaldið að um hafi verið að ræða kynlífsleik sem fór úr böndunum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert