Vísbendingar um reyk í EgyptAir

Ættingjar og vinir farþega EgyptAir hughreystu hver annan eftir bænastund …
Ættingjar og vinir farþega EgyptAir hughreystu hver annan eftir bænastund í mosku í Kaíró í Egyptalandi. AFP

Frönsk flugmálayfirvöld segja að sjálfvirk skilaboð hafi borist flugstjórnarklefa um að reykur hafi verið um borð í flugvél EgyptAir A320 sem hrapaði í Miðjarðarhafið aðfaranótt fimmtudags með 66 manns um borð.

„Flugvélin sendi frá sér ACAR-skilaboð sem gáfu til kynna að reykur hefði verið í vélinni skömmu áður en sambandið rofnaði,“ sagði talsmaður frönsku flugmálayfirvaldanna.

Talsmaðurinn sagði of snemmt að segja til um orsakir slyssins þar sem brak vélarinnar hefur enn ekki fundist ásamt flugritum.

Skilaboðin um reykinn gáfu til kynna að reykur hefði verið á salernum, skammt frá flugstjórnarklefanum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert