Íhuga kæru vegna Mein Kampf

Bókin Mein Kampf eftir Adolf Hitler.
Bókin Mein Kampf eftir Adolf Hitler. AFP

Þýskir saksóknarar eru að rannsaka hvort þeir muni leggja fram kæru gegn útgefanda sem ætlar að endurútgefa bók Adolfs Hitlers, Mein Kampf, án þess að láta fylgja með skriflegar athugasemdir um boðskap hennar.  

Ólöglegt er að endurútgefa bókina vegna þess gyðingahaturs sem þar er að finna en þrátt fyrir það var leyfð sala á nýrri útgáfu bókarinnar fyrir sagnfræðinga fyrr á þessu ári.

Útgefandinn Der Schelm, sem er staðsettur í Leipzig í Þýskalandi, er þegar byrjaður að taka við pöntunum á bókinni á vefsíðu sinni.

Mein Kampf er að hluta til sjálfsævisöguleg bók. Þar greinir Hitler frá hugmyndafræði sinni sem lagði grundvöllinn að nasismanum. Hún var samin árið 1924 þegar hann var í fangelsi í Bæjaralandi vegna landráðs.

Bandamenn afhentu héraðsstjórninni í Bæjaralandi höfundarréttinn að bókinni eftir seinni heimsstyrjöldina og í 70 ár neitaði hún að leyfa endurútgáfur á henni af virðingu við fórnarlömb nasista og til að forðast að egna til haturs.  Höfundarréttur bókarinnar rann út 1. janúar síðastliðinn.

Frétt mbl.is: Mein Kampf gefin út aftur í Þýskalandi 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert