Hringurinn þrengist um EgyptAir-vélina

Franski hermenn skima eftir flugvél Egyptair í Miðjarðarhafi.
Franski hermenn skima eftir flugvél Egyptair í Miðjarðarhafi. AFP

Leitarteymi á Miðjarðarhafinu hefur numið neyðarsendingu sem talin er koma frá farþegaþotu EgyptAir sem fórst í síðustu viku. Yfirrannsakandi flugslyssins segir að þetta þrengi leitarsvæðið niður í fimm kílómetra radíus.

Þetta þýðir þó ekki að svörtu kassar vélarinnar hafi fundist. Ayman al-Moqadem yfirrannsakandi segir háþróaða tækni þurfa til þess að finna þá. Merkið sem menn hafi greint komi frá sendi á vélinni sem gefur upp staðsetningu hennar.

Frönsk flugslysarannsóknayfirvöld hafa sagt að sérhæft skip muni aðstoða við leitina að svörtu kössum flugvélarinnar.

Allir 66 farþegar flugvélarinnar eru taldir af eftir að Airbus A320-vélin hvarf í síðustu viku.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert