Dómur staðfestur yfir skipstjóranum

Skemmtiferðaskipið Costa Concordia steytti á skeri í janúar 2012 með …
Skemmtiferðaskipið Costa Concordia steytti á skeri í janúar 2012 með þeim afleiðingum að tugir létust. AFP

Ítalskur áfrýjunardómstóll staðfesti í dag sextán ára fangelsisdóm yfir skipstjóra farþegaskipsins Costa Concordia. Hann var ákærður fyrir að hafa valdið dauða 32 farþega skipsins þegar það strandaði undan eyjunni Giglio árið 2012.

Skipstjórinn, Francesco Schettino, var dæmdur í fangelsi í fyrra en þá var hann sakfelldur fyrir manndráp, fyrir að hafa valdið skipbroti og fyrir að hafa yfirgefið skipið.

Hann reyndi að fá úrskurðinum hnekkt, en saksóknarar málsins kröfðust þess að hann yrði dæmdur í 26 ára fangelsi.

Costa Concordia, sem er tvisvar sinn­um stærri en Tit­anic var, sigldi á 16 hnút­um og bar 4.229 ein­stak­linga frá 70 þjóðlönd­um inn­an­borðs þegar það sökk.

Schettino hefur ekki enn hafið afplánun og þá getur hann áfrýjað dóminum einu sinni enn, til æðsta dómstóls Ítalíu.

Hann var ekki viðstaddur uppkvaðningu dómsins í Flórens í kvöld.

Skipstjóri Costa Concordia, Francesco Schettino.
Skipstjóri Costa Concordia, Francesco Schettino. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert