Meirihluti vill úr Evrópusambandinu

Meirihluti Breta styðja úrsögn landsins úr Evrópusambandinu.
Meirihluti Breta styðja úrsögn landsins úr Evrópusambandinu. AFP

Stuðningur við úrsögn Breta úr Evrópusambandinu mælist í fyrsta skipti í margar vikur meiri en stuðningur við áframhaldandi veru.

Meðaltal rannsóknarmiðstöðvarinnar WhatUKThinks, sem byggir á þremur könnunum sem gerðar voru um helgina, mælir 51 prósenta stuðning við úrsögn á móti 49 prósenta stuðningi við áframahaldandi veru.

Rúmlega tvær vikur eru í að Bretar gangi til þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem kosið verður á milli valkostanna tveggja. Stuðningsmenn úrsagnar, með Boris Johnson, fyrrverandi borgarstjóra Lundúna, í broddi fylkingar boða að Bretar nái stjórn á innflytjendavandanum gangi Bretar úr sambandinu. Andstæðingar úrsagnar vara við efnahagslegum áhrifum gangi landið úr sambandinu, þar á meðal er David Cameron, forsætisráðherra Bretlands.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Viltu vita hvað er framundan ?
Segi þer það sem þeir sem farnir eru segja mer um framtíð þína. Bollar og tar...
Til leigu
3 herbergja íbúð með bílskúr í 110 Reykjavík. Langtímaleiga. Verð 245 þús. Gæ...
Þreyttur á reykinga- myglulykt, lausn ?
Eyðir flest allri ólykt, m.a. Myglu-gró ásamt og raka- reykinga- og brunalykt. ...
HRINGSTIGAR _ HRINGSTIGAR
Hringstigar, úti sem inni. Þvermál 120, 130, 140, 150, 160, 170 cm og sérsmíði í...