Meirihluti vill úr Evrópusambandinu

Meirihluti Breta styðja úrsögn landsins úr Evrópusambandinu.
Meirihluti Breta styðja úrsögn landsins úr Evrópusambandinu. AFP

Stuðningur við úrsögn Breta úr Evrópusambandinu mælist í fyrsta skipti í margar vikur meiri en stuðningur við áframhaldandi veru.

Meðaltal rannsóknarmiðstöðvarinnar WhatUKThinks, sem byggir á þremur könnunum sem gerðar voru um helgina, mælir 51 prósenta stuðning við úrsögn á móti 49 prósenta stuðningi við áframahaldandi veru.

Rúmlega tvær vikur eru í að Bretar gangi til þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem kosið verður á milli valkostanna tveggja. Stuðningsmenn úrsagnar, með Boris Johnson, fyrrverandi borgarstjóra Lundúna, í broddi fylkingar boða að Bretar nái stjórn á innflytjendavandanum gangi Bretar úr sambandinu. Andstæðingar úrsagnar vara við efnahagslegum áhrifum gangi landið úr sambandinu, þar á meðal er David Cameron, forsætisráðherra Bretlands.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert