Flugriti þotu EgyptAir fundinn

Umfangsmikil leit að braki þotunnar stóð yfir í tæpan mánuð.
Umfangsmikil leit að braki þotunnar stóð yfir í tæpan mánuð. AFP

Flugriti með upptöku úr flugstjórnarklefa farþegaþotu EgyptAir sem hrapaði í síðasta mánuði fannst í Miðjarðarhafinu í dag. Egypskir rannsakendur greina frá þessu en í gær var sagt frá því að flak þotunnar hefði fundist.

Þotan hrapaði 19. maí með 66 um borð en enn er ekki vitað hvað olli því. Gert er ráð fyrir því að upptakan geti leitt í ljós hvað gerðist.

Umfangsmikil leit að flakinu og flugritunum hefur staðið yfir og var m.a. notað skip með neðansjávarvélmenni notað norðan við strönd Egyptalands. Þotan hrapaði á leið frá París til Kaíró.

Frétt BBC.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert