Segir andstæðinga notfæra sér morðið

Jo Cox, þingmaður Verkamannaflokks Bretlands, var myrt sl. fimmtudag.
Jo Cox, þingmaður Verkamannaflokks Bretlands, var myrt sl. fimmtudag. AFP

Breska þingið kom saman í dag til að minnast Jo Cox, þingmanns Verkamannaflokks Bretlands, sem var myrt síðastliðinn fimmtudag. Thomas Mair, 52 ára breskur maður sem grunaður er um morðið, mætir fyrir dómara síðar í dag.

Nigel Farage, formaður Sjálfstæðisflokks Bretlands (UKIP).
Nigel Farage, formaður Sjálfstæðisflokks Bretlands (UKIP). AFP

Kosið verður um áframhaldandi aðild Breta að Evrópusambandinu eftir þrjá daga, næstkomandi fimmtudag og hættu báðar fylkingar; áfram í ESB og úr ESB, allri kosningabaráttu sinni í þrjá daga eftir morðið en baráttan hófst að nýju í gær.

Í upphafi júnímánaðar mældist stuðningur við úrsögn naumlega meiri en við áframhaldandi aðild landsins að sambandinu en taflið hefur snúist við eftir morðið á Jo Cox og mælist stuðningur við áframhaldandi aðild nú meiri.

Stjórnmálamenn úr báðum fylkingum komu saman á þinginu í dag til þess að votta Jo Cox virðingu sína en hún barðist fyrir áframhaldandi aðild Breta að Evrópusambandinu.

Nigel Farage, einn forystumanna úrsagnarfylkingarinnar og formaður Sjálfstæðisflokks Bretlands (UKIP), sakaði pólitíska andstæðinga sína um að notfæra sér morðið á Cox málstað sínum í vil.

AFP

„Vera áfram-fylkingin (e. Remain camp) notfærir sér þennan hrylling með því að segja að þessi bilaði, hættulegi einstaklingur sé drifinn áfram af sömu hlutum og helmingur þjóðarinnar, eða rúmlega það, sem telja best að segja skilið við Evrópusambandið,“ sagði Farage í samtali við BBC.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert