Bendir enn til útgöngu Breta

AFP

Nú þegar talningin er komin vel á veg í Bretlandi og aðeins á eftir að greina frá úrslitum í 67 kjördæmum af 382 standa atkvæðin þannig að rúmlega þrettán og hálf milljón Breta vilja yfirgefa Evrópusambandið en rúmlega tólf og hálf milljón vilja vera áfram í sambandinu. 

BBC ræðir við koningasérfræðinginn John Curtice sem segir að á þessu stigi líti staðan vel út fyrir útgöngusinna, þá sem vilji úr ESB. Hann telur að sá möguleiki sem fari með sigur af hólmi fái um 16,8 milljónir atkvæða. 

Hér má fylgjast með umfjöllun ESB um kosningarnar og talningu atkvæða.

mbl.is