Flugritarnir sendir til Frakklands

Flugritar þotu EgyptAir sem hrapaði í Miðjarðarhafið.
Flugritar þotu EgyptAir sem hrapaði í Miðjarðarhafið. AFP

Flugritar þotu EgyptAir, sem hrapaði í Miðjarðarhafið á leið frá París til Kaíró í síðasta mánuði, verða sendir til Frakklands til viðgerðar.

Líkt og greint hefur verið frá eru minnisflögur flugritanna skaddaðar eftir brotlendinguna og veruna í sjónum. Samkvæmt yfirlýsingu egypsku rannsóknarnefndarinnar sem sér um rannsókn slyssins verða flugritarnir sendir til rannsóknarnefndar flugslysa í Frakklandi, BEA.

Vonast er til þess að sérfræðingar BEA nái að hreinsa sjávarseltu úr minnisflögunum, sem verða þá senda aftur til Egyptalands til rannsóknar. Flugritarnir gætu varpað ljósi á hvað olli brotlendingunni, en þeir geyma bæði upptöku úr flugstjórnarklefanum og upplýsingar um flug vélarinnar, líkt og flughæð, hröðun, hita o.fl.  

Enn er leitað að braki úr vélinni, en Frakkar hafa sent sérfræðinga á slysstað til að aðstoða við að fjarlægja líkamsleifar farþega úr sjónum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert