Johnson gefur ekki kost á sér

Boris Johnson.
Boris Johnson. AFP

Boris Johnson, fyrrverandi borgarstjóri London og einn helsti talsmaður úrsagnar Breta úr Evrópusambandinu, ætlar ekki að bjóða sig fram til formanns Íhaldsflokksins í Bretlandi.

Dav­id Ca­meron stíg­ur til hliðar sem for­sæt­is­ráðherra og formaður Íhalds­flokks­ins eft­ir að hafa gegnt síðar­nefnda embætt­inu í tíu ár í haust í kjöl­far úr­slita þjóðar­at­kvæðagreiðslunn­ar um úr­sögn Breta úr ESB. Hann hef­ur sagt að nýrr­ar for­ystu sé þörf til að leiða viðræður við sam­bandið um aðskilnað.

Al­mennt hef­ur verið bú­ist við að John­son væri með pálm­ann í hönd­un­um eft­ir að úr­sögn úr ESB varð ofan á í þjóðar­at­kvæðagreiðslunni. Dóms­málaráðherr­ann Michael Gove, sem hef­ur fram að þessu stutt John­son, varpaði hins veg­ar sprengju inn í for­mannsvalið í morg­un þegar hann til­kynnti að hann sækt­ist eft­ir embætt­inu sjálf­ur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert