Rússnesk farþegaflugvél til Tyrklands

Vladimir Pútín, forseti Rússlands.
Vladimir Pútín, forseti Rússlands. AFP

Fyrsta rússneska farþegaflugvélin til að fljúga til Tyrklands í átta mánuði lenti á alþjóðaflugvellinum í Antalya í Tyrklandi í morgun.

Vladimir Pútín, forseti Rússlands, aflétti fyrir skömmu banni við leiguflugi á milli landanna tveggja. Bannið var sett seint á síðasta ári eftir að Tyrkir skutu niður rússneska herþotu í nóvember síðastliðnum.

Alls voru 189 ferðamenn um borð í vélinni sem lenti í Tyrklandi en landið er vinsæll áfangastaður á meðal rússneskra ferðamanna.

Pútín hefur boðað viðræður um viðskiptasamninga við tyrknesk stjórnvöld.

Forsætisráðherra Tyrklands, Recep Tayyip Erdogan, bað í lok júní afsökunar á atvikinu í nóvember.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert