Bandarískt herlið til Suður-Súdans

Barack Obama Bandaríkjaforseti.
Barack Obama Bandaríkjaforseti. AFP

Barack Obama Bandaríkjaforseti hefur ákveðið að senda 47 manna herlið til Suður-Súdans til að vernda bandaríska sendiráðið í landinu og starfsfólk þess.

Í bréfi sem Hvíta húsið sendi Bandaríkjaþingi sagði Obama að 130 manna herlið sem væri staðsett í ríkinu Djibouti sé einnig reiðubúið til að veita aðstoð ef nauðsyn krefur.

Hundruð hafa látist í Suður-Súdan síðustu fjóra daga. Átök blossuðu upp í landinu á föstudag, degi áður en halda átti upp á fimm ára sjálfstæði ríkisins.

Öngþveiti og örvænting eru allsráðandi í Suður-Súdan.
Öngþveiti og örvænting eru allsráðandi í Suður-Súdan. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert