Mæta offramboði mjólkur með styrkjum

AFP

Evrópusambandið hyggst mæta verðhruni á mjólkurafurðum á Evrópumörkuðum með 500 milljóna evra innspýtingu til bænda. Sambandið greindi frá fyrirætlunum sínum í morgun.

Offramboð hefur verið af mjólkurafurðum á Evrópumarkaði frá því að mjólkurkvótar voru aflagðir innan sambandsins í apríl 2015. Offramboðið hefur leitt til verðhruns á mjólkurafurðum bæði til neytenda og bænda. Verðhrunið má einnig rekja til breyttrar neysluhegðunar á mjólkurvörum og samdráttar í eftirspurn frá Kína og Rússlandi en í síðarnefnda landinu er í gildi viðskiptabann á vestrænum vörum vegna Úkraínudeilunnar.

Með landbúnaðarstyrknum sem ESB kynnti í morgun nemur styrkurinn samtals einum milljarði evra en í september í fyrra var 500 milljónum evra varið til bænda Evrópusambandsins vegna verðhrunsins. Verð á hrámjólk lækkaði um tæp 20 prósent frá janúar 2015 til júní 2016.

Landbúnaðarráðherra ESB, Phil Hogan, kynnti fyrir landbúnaðarráðherrum 28 aðildarríkja Evrópusambandsins að 150 milljónum evra verði varið beint til sjálfstæðra bænda og annarra mjólkurframleiðenda sem fá greitt fyrir hvern lítra sem þeir framleiða ekki af mjólk.

Öðrum 350 milljónum verður varið beint til aðildarríkja sambandsins sem ráða hvernig fjármununum verður varið til að styðja við bændur í hverju landi, en ríkin þurfa sjálf að leggja fram sömu fjárhæð og þau fá frá sambandinu. „Endanlegt markmið okkar er að gera betur þannig að bændur geti lifað á framleiðslunni,“ er haft eftir Hogan í frétt AFP um málið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Bilskúr, geymsla Hvalvik 4 Keflavík
26 fm upphitað geymsluhúsnæði í Reykjanesbæ. Verð 40 000 á mánuði með húsgjöldum...
Til sölu byggingarkrani
Byggingarkrani Liebherr 112 EC-H árg. 1992, með skoðun og í notkun. Áhugasamir h...
Ég skal selja fyrir þig!
Fasteignir óskast á söluskrá....
EIGUM ALLSKONAR STIGA Á LAGER
Einnig sérsmíði, sjáið úrvalið t.d. á: www.sogem-stairs.com/en_home-home.php L...