FBI rannsakar tölvupóstslekann

AFP

Bandaríska alríkislögreglan FBI hefur hafið rannsókn í kjölfar þess að mikill fjöldi tölvupósta háttsettra forystumanna innan Demókrataflokksins var birtur á dögunum en þar kom meðal annars fram að þeir hefðu beitt sér gegn framboði Bernies Sanders í forvali flokksins vegna forsetakosninganna í Bandaríkjunum sem fram fara í haust.

Framboð Hillary Clinton, forsetaframbjóðanda demókrata, hefur fullyrt að stjórnvöld í Rússlandi standi á bak við málið. Rússneskir tölvuþrjótar hafi stolið tölvupóstunum og birt þá til þess að skemma fyrir Demókrataflokknum með það fyrir augum að styðja við framboð Donalds Trumps, forsetaframbjóðanda repúblikana. Rússneskir ráðamenn hafa þvertekið fyrir að tengjast málinu. Tölvupóstarnir voru birtir af uppljóstrunarsíðunni Wikileaks.

Fjölmargir sérfræðingar hafa tekið undir það að rússnesk stjórnvöld kunni að standa á bak við birtingu tölvupóstanna en aðrir hafa varað við því að fara of geyst í ásakanir. FBI sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem fram kemur að rannsókn stofnunarinnar snúi að því með hvaða hætti tölvupóstunum var stolið en ekkert er talað um mögulega gerendur. Einungis að málið væri litið alvarlegum augum og að gerendur yrðu látnir axla ábyrgð.

Fram kemur í frétt AFP að bæði skrifstofa forseta Bandaríkjanna og bandaríska utanríkisráðuneytið hafi óskað eftir því við FBI að kannað væri hvort stjórnvöld í Rússlandi tengdust málinu. Haft er eftir John Kirby, talsmanni utanríkisráðuneytisins, að mikilvægt væri að FBI fengi ráðrúm til þess að rannsaka málið áður en ákveðið væri fyrir fram hvað hefði gerst, hverjir hefðu staðið á bak við það og hvaða hvatir lægju þar að baki.

Hillary Clinton.
Hillary Clinton. AFP
mbl.is
Byggingaverktakar - Byggingastjórn - Meistarar - Eignaskiptayfirlýsingar
Byggingaverktakr - Byggingastjórn - Húsasmíðameistari - Eignaskiptayfirlýsingar ...
Greinakurlari
Glussastýrður greinakurlari fyrir traktor, www.hardskafi.is Sími 896 5486...
HRINGSTIGAR _ HRINGSTIGAR
Hringstigar, úti sem inni. Þvermál 120, 130, 140, 150, 160, 170 cm og sérsmíði í...
LÚGUSTIGAR - SMÍÐUM EFTIR MÁLI
Sérsmíðað, eigum á lager 68x85 og 55x113 Einnig Álstiga í op 45,7x56 eða stærra ...