Gefur í góðgerðarstarf og fær að fara

Jimmy Feigen
Jimmy Feigen AFP

Bandaríski sundmaðurinn Jimmy Feigen hefur gert samkomulag um að greiða tæplega 11 þúsund Bandaríkjadali, tæplega 1,3 milljónir króna, í góðgerðarstarf í Brasilíu vegna hlutdeildar sinnar í máli sem tengdu bandarískum sundmönnum á Ólympíuleikunum.

Feigen er einn fjögurra sundmanna í sigurliði Bandaríkjanna í 4x200 metra skriðsundi sem lugu að þeir hefði lent í vopnuðu ráni. Í ljós hefur komið að ekkert var hæft í orðum sundmannanna heldur reyndust þeir hafa verið dólgslæti og unnið skemmdarverk á salerni bensínstöðvar um nóttina.

Hið sanna kom í ljós þegar myndir úr öryggismyndavélum sýndu fjórmenningana á bensínsstöðinni.

Það var sundmaðurinn Ryan Lochte sem greindi fjölmiðlum frá árásinni sem hann og félagar hans áttu að hafa orðið fyrir en Lochte er einn þekktasti sundkappi Bandaríkjanna. 

Breno Melaragno, lögmaður Feigens, segir að þar sem samkomulagið sé í höfn þá fái hann vegabréf sitt afhent að nýju og geti snúið aftur til heimalandsins.

Frétt mbl.is: Sundmennirnir farnir heim

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert