Vill 4.000 hermenn í verndarskyni

John Kerry ásamt Aminu Mohamed, utanríkisráðherra Keníu.
John Kerry ásamt Aminu Mohamed, utanríkisráðherra Keníu. AFP

John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur lagt áherslu á að sent verði  4.000 manna herlið til Suður-Súdans í verndarskyni. Það mun styðja við bakið á 12.000 manna friðargæsluliði Sameinuðu þjóðanna sem þar er fyrir.

„Það er engin spurning um að við þurfum að senda á svæðið verndarliðið sem öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hafði gefið leyfi fyrir,“ sagði Kerry á fundi í Nairobi, höfuðborg Keníu.

Eftir bardaga í Juba, höfuðborg Suður-Súdana í  síðasta mánuði, bauðst Kenía til að útvega hermenn fyrir nýtt herlið sem öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti hinn 12. ágúst að senda til landsins. Stjórnvöld í Eþíópíu og Rúanda ætla einnig að útvega hermenn.

Að sögn Kerry mun nýja herliðið reyna að auka öryggið í Juba og sjá til þess að staðið verði við friðarsamkomulag sem var undirritað fyrir ári síðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert