Eyðilögðu þekktar náttúruminjar

Frá Kiwanda-höfða þar sem vinsæl sandsteinsmyndun var eyðilögð.
Frá Kiwanda-höfða þar sem vinsæl sandsteinsmyndun var eyðilögð. ljósmynd/Wikipedia

Yfirvöld í Oregon-ríki í Bandaríkjunum rannsaka nú myndband sem sýnir hóp manna velta vinsælli sandsteinsmyndun um koll í Kiwanda-höfðanáttúrusvæðinu. Tveir skátaforingjar sem urðu uppvísir að svipuðu athæfi í Utah fyrir þremur árum hlutu skilorðsbundna fangelsisdóma og sekt.

Myndband af fólkinu hefur gengið um netið. Það sýnir nokkra einstaklinga leggjast á eitt til að velta svonefndum Andarnefssteini um koll. Sandsteinsmyndunin er vinsæll hjá þeim sem heimsækja Kiwanda-höfða. Starfsmenn garðsins tóku fyrst eftir að steinninn væri hruninn á fimmtudag.

Náist til sökudólganna eiga þeir að minnsta kosti yfir höfði sér sekt en ríkislögreglan kannar hvort þeir yrðu ákærðir í sakamáli, að því er kemur fram í The Oregonian. Talsmaður ríkisgarða Oregon segir að margir hafi sett sig í samband með ábendingar.

Málið þykir sambærilegt við tvo skátaforingja sem unnu náttúruspjöll í Goblin-dalsþjóðgarðinum í Utah árið 2013. Annar þeirra tók myndband af því þegar hinn velti 160 milljóna ára gömlum steini um koll við mikinn fögnuð þeirra.

Þeim var í kjölfarið vikið úr starfi og hlutu þeir skilorðsbundinn eins árs fangelsisdóm hvor og sekt. Mennirnir báru því við að steinninn hafi verið hættulegur fólki og því hefðu þeir velt honum um koll.

Frétt mbl.is: Skátaforingjar reknir fyrir náttúruspjöll

mbl.is
Sumarhús við gullna hringinn..
- Gisting fyrir 5-6, leiksvæði og stutt að Geysi, Flúðum og Gullfossi. Velkomin....
Ýmsar áhugaverðar bækur til sölu
il sölu nokkur grundavallarrit ættfræðinnar ásamt ritum um atvinnu- og byggðasög...
Skemmtibátur til sölu.
Glæsilegur skemmtibátur, Skilsö 33 árg. 2000. Svefnpláss fyrir 4-6. Vél volvo pe...