Arftaki Karimov skipaður tímabundið

Shavkat Mirziyoyev, starfandi forseti Úsbekistans.
Shavkat Mirziyoyev, starfandi forseti Úsbekistans. AFP

Þjóðþing Úsbekistans samþykkti í dag skipan forsætisráðherrans Shavkats Mirziyoyev í embætti forseta til bráðabrigða eftir andlát Islams Karimov í síðustu viku. Það ákvað einnig að forsetakosningar skuli fara fram innan þriggja mánaða.

Karimov stjórnaði Úsbekistan með harðri hendi frá því áður en landið hlaut sjálfstæðis frá Sovétríkjunum árið 1991. Tilkynnt var um andlát hans á föstudag. Samkvæmt stjórnarskránni hefði Nigmatilla Yuldashev, leiðtogi öldungadeildar þingsins, átt að taka við sem starfandi forseti. Það var hins vegar að hans tillögu sem Mirziyoyev var skipaður í embættið.

Stjórnmálaskýrendur telja líklegast að Mirziyoyev hafi sigur í forsetakosningunum. Þeir telja næsta víst að vissi grunnþættir einræðisríkis Karimov haldi velli þrátt fyrir að nýr maður komi í brúnna.

Frétt mbl.is: Segja forseta Úsbekistans allan

mbl.is