Vill meta stöðuna að loknum viðræðum

Angela Merkel, kanslari Þýskalands.
Angela Merkel, kanslari Þýskalands. AFP

Kanslari Þýskalands, Angela merkel, lýsti því yfir í gær að hún vildi að fríverslunarviðræður Bandaríkjanna og Evrópusambandsins héldu áfram. Þetta kom fram í viðtali sem hún veitti þýska fjölmiðlafyrirtækinu Funke. 

Fríverslunarviðræðurnar hafa verið gagnrýndar í vaxandi mæli undanfarin misseri og hafa háttsettir evrópskir stjórnmálamenn lýst því yfir að þær hefðu misheppnast og að rétt væri að hætta þeim. Þar á meðal Sigmar Gabriel, varakanslari Þýskalands. Frönsk stjórnvöld hafa ennfremur lýst því yfir að þau vilji að viðræðunum verði hætt.

Haft er eftir Merkel að hún væri hlynnt því að bíða þar til viðræðunum lyki með að leggja mat á árangurinn af þeim. Fríverslunarsamningur við Bandaríkin væri mikilvægur til þess að skapa fleiri störf innan Evrópusambandsins. 

Fjallað er um málið á fréttavefnum Euobserver.com.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert