Chelsea Manning hætt í hungurverkfalli

Chelsea Manning.
Chelsea Manning. Wikipedia

Chelsea Manning, bandaríski hermaðurinn sem var fangelsaður fyrir að leka gögnum Bandaríkjahers til WikiLeaks, hefur bundið endi á hungurverkfall sem hún hefur verið í síðan á föstudag. Hún segir að herinn hafi samþykkt að hún fari í kynleiðréttingaraðgerð.

Sálfræðingar mæltu með því í apríl að hún fengi að fara í slíka meðferð en í júlí aflétti Bandaríkjaher banni við því að transfólk fengi að ganga í herinn. Manning, sem er 28 ára gömul, var dæmd í 35 ára fangelsi árið 2013 fyrir að hafa lekið leynilegum upplýsingum til WikiLeaks. Fljótlega eftir það greindi Manning frá því að hún væri kona í karlmannslíkama.

Í yfirlýsingu sem Manning sendi frá sér segir að hún sé óendanlega fegin yfir því að herinn geri loksins það rétta. Hún hrósi honum fyrir það. Þetta sé allt sem hún hafi farið fram á – að fá að vera sú sem hún er.

Manning reyndi að fremja sjálfsvíg í júlí vegna þess hvernig komið er fram við hana í fangelsinu.

Frétt Guardian

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert